Samfélagið skoðað út frá sjónarhóli barna 19. desember 2015 11:15 Bækur Randalín, Mundi og afturgöngurnar Þórdís Gísladóttir 100 bls. Útgefandi: Bjartur Myndir: Þórarinn M. Baldursson Prentun: Prentmiðlun ehf./Lettlandi Út er komin þriðja bókin um þau Randalín og Munda og er það gleðiefni. Eins og oft áður finna vinirnir sér ýmislegt til dægrastyttingar, misgáfulegt, sem með hjálp barnslegrar einlægni og áhuga verður stórkostlega spennandi. Í þessari bók drífur margt á daga þeirra. Þess vegna er titill bókarinnar í raun misvísandi... en erfitt er að henda reiður á þema bókarinnar með einum titli. Kaflaheitin eru nær lagi, þar sem höfundur fer stuttlega í gegnum efnistök kaflans í nokkrum vel völdum setningum. Sagan gerist í kringum jól, bæði rétt fyrir og rétt eftir, og markast svolítið af vaktaskiptum foreldranna. Pabbinn fer til útlanda að hitta kærasta sinn og mamman kemur til landsins í jólafrí frá leikförðunarnámi sínu. Kaflarnir eru svo örsögur hver fyrir sig, þar sem ofnæmi, rasismi, slúður, snjókoma, kvikmyndagerð, naflahringir og ótal margt fleira ber á góma. Randalín er svo frábær, einlæg og uppátækjasöm, gagnrýnin – en þó einhvern veginn líka bara „slétt sama“, í það minnsta um það sem engu máli skiptir. Börn eru fordómalaus að eðlislagi, en forvitin. Ekkert er fáránlegt í þeirra augum en allt getur verið spennandi. Til dæmis eru fjölskylduhagir Randalínar afar „módern“ en það er aldrei gert að aðalatriði eða sérstöku umfjöllunarefni (og undirritaðri líður hálfkjánalega að gera það hér). Á sama hátt (en samt allt annan hátt, auðvitað) er ekki svo fáránlegt að veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur eldi mat úr köttum og rottum. Þau átta sig ekki á rasismanum sem felst í flökkusögunni um Skyndibitakónginn, en það gera fullorðnir lesendur. Það er svo margt sem gerist sem börn pæla ekkert í og það er eitthvað svo fallegt við það hvernig höfundur setur það fram. Til dæmis þegar Konráð Lúðvík, faðir Randalínar, tekur til farangur fyrir utanlandsferðina þá pakkar hann meðal annars niður tveimur innpökkuðum jólagjöfum. Fullorðinn lesandi veltir kannski vöngum yfir hvers vegna gjafirnar eru tvær og hvað sé eiginlega í þessum pökkum – en það kemur hvorki Randalín né lesandanum við! Þórarinn M. Baldursson leggur natni við smáatriði í myndlýsingum sínum; myndirnar lífga upp á lestrarupplifunina og bæta svolitlu við söguna.Niðurstaða: Bráðskemmtileg bók sem skoðar samfélagið út frá sjónarhóli barna, gagnrýnir vitleysuna í fullorðnu fólki og fær mann til að skella upp úr. Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Randalín, Mundi og afturgöngurnar Þórdís Gísladóttir 100 bls. Útgefandi: Bjartur Myndir: Þórarinn M. Baldursson Prentun: Prentmiðlun ehf./Lettlandi Út er komin þriðja bókin um þau Randalín og Munda og er það gleðiefni. Eins og oft áður finna vinirnir sér ýmislegt til dægrastyttingar, misgáfulegt, sem með hjálp barnslegrar einlægni og áhuga verður stórkostlega spennandi. Í þessari bók drífur margt á daga þeirra. Þess vegna er titill bókarinnar í raun misvísandi... en erfitt er að henda reiður á þema bókarinnar með einum titli. Kaflaheitin eru nær lagi, þar sem höfundur fer stuttlega í gegnum efnistök kaflans í nokkrum vel völdum setningum. Sagan gerist í kringum jól, bæði rétt fyrir og rétt eftir, og markast svolítið af vaktaskiptum foreldranna. Pabbinn fer til útlanda að hitta kærasta sinn og mamman kemur til landsins í jólafrí frá leikförðunarnámi sínu. Kaflarnir eru svo örsögur hver fyrir sig, þar sem ofnæmi, rasismi, slúður, snjókoma, kvikmyndagerð, naflahringir og ótal margt fleira ber á góma. Randalín er svo frábær, einlæg og uppátækjasöm, gagnrýnin – en þó einhvern veginn líka bara „slétt sama“, í það minnsta um það sem engu máli skiptir. Börn eru fordómalaus að eðlislagi, en forvitin. Ekkert er fáránlegt í þeirra augum en allt getur verið spennandi. Til dæmis eru fjölskylduhagir Randalínar afar „módern“ en það er aldrei gert að aðalatriði eða sérstöku umfjöllunarefni (og undirritaðri líður hálfkjánalega að gera það hér). Á sama hátt (en samt allt annan hátt, auðvitað) er ekki svo fáránlegt að veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur eldi mat úr köttum og rottum. Þau átta sig ekki á rasismanum sem felst í flökkusögunni um Skyndibitakónginn, en það gera fullorðnir lesendur. Það er svo margt sem gerist sem börn pæla ekkert í og það er eitthvað svo fallegt við það hvernig höfundur setur það fram. Til dæmis þegar Konráð Lúðvík, faðir Randalínar, tekur til farangur fyrir utanlandsferðina þá pakkar hann meðal annars niður tveimur innpökkuðum jólagjöfum. Fullorðinn lesandi veltir kannski vöngum yfir hvers vegna gjafirnar eru tvær og hvað sé eiginlega í þessum pökkum – en það kemur hvorki Randalín né lesandanum við! Þórarinn M. Baldursson leggur natni við smáatriði í myndlýsingum sínum; myndirnar lífga upp á lestrarupplifunina og bæta svolitlu við söguna.Niðurstaða: Bráðskemmtileg bók sem skoðar samfélagið út frá sjónarhóli barna, gagnrýnir vitleysuna í fullorðnu fólki og fær mann til að skella upp úr.
Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira