RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 12:52 Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira