Af Airwaves í Hyde Park Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. desember 2015 08:00 Hljómsveitin Fufanu hitaði meðal annars upp fyrir Blur, The Vaccines og John Grant á árinu. Hljómsveitin Fufanu gaf út sína fyrstu plötu fyrir skömmu en hún ber titilinn, Few More Days To Go. Platan hefur nú þegar fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og til dæmis gaf breska tónlistartímaritið NME plötunni 4 punkta af 5 mögulegum og The Line Of Best Fit 8,5 punkta af 10 mögulegum. „Það er mjög fínt að fá svona dóma, maður tekur samt mismikið mark á svona dómum en við erum allavega mjög ánægðir með þessa plötu. Þetta var langt ferli, við byrjuðum að búa til demó fyrir næstum því tveimur árum. Platan var búin að vera tilbúin frekar lengi áður en hún kom út en við vorum samt lengi að finna hvernig við vildum að hún hljómaði. Þetta er búið að vera langt ferli og það er mikill léttir á að hún sé komin út,” segir Guðlaugur Einarsson, annar af stofnmeðlimum sveitarinnar. Platan er komin út víða en One Little Indian gefur hana út í Evrópu fyrst svo fylgja aðrar heimsálfur eftir en Smekkleysa á Íslandi. Í upphafi var hljómsveitin teknó/elektrónískt dúó, Captain Fufanu sem varð til þegar Hrafnkell Kaktus Einarsson og Gulli voru enn táningar. Stefnan tók stakkaskiptum og hljómsveitin tók upp strauma sem leiða hugann til hins myrka evrópska stíls á 8. og 9. áratugnum. Hljómsveitin og hennar stefna breyttist árið 2013 og fleiri meðlimir komu í sveitina, sem hefur undanfarið ár verið ákaflega iðin við tónleikahald. Með sveitinni spila fleiri menn í dag. „Við vorum sex á túrnum með John Grant og verðum sex eitthvað áfram, Erling Bang, Einar Helgason, Karl Torsten Ställborn og Jón Atli Helgason og við Kaktus,” bætir Gulli við. Eins og fyrr segir hefur sveitin spilað víða á árinu en er nú komin til Íslands á nýjan leik eftir að hafa verið í tónleikaferð með John Grant um Evrópu. „Við erum búnir að vera að spila mjög mikið erlendis og erum orðnir mun þéttari en við vorum fyrir ári.”Fufanu er að verða komin með lög í aðra plötu.mynd/gettyFufanu varð ein mest umtalaða nýja hljómsveitin á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra og í kjölfarið hófst mikið ævintýri. Sveitin spilaði tónleika í fyrsta sinn í Bretlandi, á JaJaJa-kvöldi í London og hitaði upp fyrir Damon Albarn á tónleikum í Albert Hall, þar sem hún náði athygli Brians Eno. Í janúar spilaði Fufanu á Eurosonic áður en leið hennar lá aftur til Bretlands þar sem hún hitaði upp fyrir The Vaccines á tónleikaferðalagi þeirra í mars og apríl en uppselt var á alla tónleikana. „Það var rosa fínt að túra með The Vaccines. Það var smá áskorun fyrir okkur því við vorum að spila fyrir allt annan áhorfendahóp en við erum vanir. Við fundum mikið eftir túrana hvað við urðum miklu betri eftir að hafa spilað svona mikið,” bætir Gulli. Á ferðalaginu hitaði Fufanu einnig upp fyrir Bo Ningen á tvennum tónleikum á Hoxton Bar & Grill og í júní hitaði Fufanu upp fyrir Blur á stærðarinnar tónleikum í Hyde Park. Sveitin er nú þegar farin að huga að upptökum á nýjum lögum. Hvernig lítur næsta ár út hjá Fufanu? „Við ætlum að halda áfram að gera góða músík og spila á tónleikum og ætlum ekki að hætta. Það er alveg nóg að gera og við erum að verða komnir með lög í aðra plötu. Það ekkert túrplan komið eins og er. Við erum samt að fara til Bretlands í viku þar sem við verðum aðalhjómsveit kvöldsins eða „headline“,” segir Gulli. Dæmi um gagnrýniNME - 4/5The Line Of Best Fit - 8,5/10London Evening Standard - 3/5Irish Times - 4/5Uncut - 7,0/10Mojo - 8,0/10 Airwaves Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Hljómsveitin Fufanu gaf út sína fyrstu plötu fyrir skömmu en hún ber titilinn, Few More Days To Go. Platan hefur nú þegar fengið prýðisdóma í erlendum miðlum og til dæmis gaf breska tónlistartímaritið NME plötunni 4 punkta af 5 mögulegum og The Line Of Best Fit 8,5 punkta af 10 mögulegum. „Það er mjög fínt að fá svona dóma, maður tekur samt mismikið mark á svona dómum en við erum allavega mjög ánægðir með þessa plötu. Þetta var langt ferli, við byrjuðum að búa til demó fyrir næstum því tveimur árum. Platan var búin að vera tilbúin frekar lengi áður en hún kom út en við vorum samt lengi að finna hvernig við vildum að hún hljómaði. Þetta er búið að vera langt ferli og það er mikill léttir á að hún sé komin út,” segir Guðlaugur Einarsson, annar af stofnmeðlimum sveitarinnar. Platan er komin út víða en One Little Indian gefur hana út í Evrópu fyrst svo fylgja aðrar heimsálfur eftir en Smekkleysa á Íslandi. Í upphafi var hljómsveitin teknó/elektrónískt dúó, Captain Fufanu sem varð til þegar Hrafnkell Kaktus Einarsson og Gulli voru enn táningar. Stefnan tók stakkaskiptum og hljómsveitin tók upp strauma sem leiða hugann til hins myrka evrópska stíls á 8. og 9. áratugnum. Hljómsveitin og hennar stefna breyttist árið 2013 og fleiri meðlimir komu í sveitina, sem hefur undanfarið ár verið ákaflega iðin við tónleikahald. Með sveitinni spila fleiri menn í dag. „Við vorum sex á túrnum með John Grant og verðum sex eitthvað áfram, Erling Bang, Einar Helgason, Karl Torsten Ställborn og Jón Atli Helgason og við Kaktus,” bætir Gulli við. Eins og fyrr segir hefur sveitin spilað víða á árinu en er nú komin til Íslands á nýjan leik eftir að hafa verið í tónleikaferð með John Grant um Evrópu. „Við erum búnir að vera að spila mjög mikið erlendis og erum orðnir mun þéttari en við vorum fyrir ári.”Fufanu er að verða komin með lög í aðra plötu.mynd/gettyFufanu varð ein mest umtalaða nýja hljómsveitin á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra og í kjölfarið hófst mikið ævintýri. Sveitin spilaði tónleika í fyrsta sinn í Bretlandi, á JaJaJa-kvöldi í London og hitaði upp fyrir Damon Albarn á tónleikum í Albert Hall, þar sem hún náði athygli Brians Eno. Í janúar spilaði Fufanu á Eurosonic áður en leið hennar lá aftur til Bretlands þar sem hún hitaði upp fyrir The Vaccines á tónleikaferðalagi þeirra í mars og apríl en uppselt var á alla tónleikana. „Það var rosa fínt að túra með The Vaccines. Það var smá áskorun fyrir okkur því við vorum að spila fyrir allt annan áhorfendahóp en við erum vanir. Við fundum mikið eftir túrana hvað við urðum miklu betri eftir að hafa spilað svona mikið,” bætir Gulli. Á ferðalaginu hitaði Fufanu einnig upp fyrir Bo Ningen á tvennum tónleikum á Hoxton Bar & Grill og í júní hitaði Fufanu upp fyrir Blur á stærðarinnar tónleikum í Hyde Park. Sveitin er nú þegar farin að huga að upptökum á nýjum lögum. Hvernig lítur næsta ár út hjá Fufanu? „Við ætlum að halda áfram að gera góða músík og spila á tónleikum og ætlum ekki að hætta. Það er alveg nóg að gera og við erum að verða komnir með lög í aðra plötu. Það ekkert túrplan komið eins og er. Við erum samt að fara til Bretlands í viku þar sem við verðum aðalhjómsveit kvöldsins eða „headline“,” segir Gulli. Dæmi um gagnrýniNME - 4/5The Line Of Best Fit - 8,5/10London Evening Standard - 3/5Irish Times - 4/5Uncut - 7,0/10Mojo - 8,0/10
Airwaves Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira