Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2015 10:42 „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm „Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið. Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
„Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51