Kjóladagatalið 2015 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. desember 2015 11:00 Hulda segir það bæði áskorun og skemmtun að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“ Jólafréttir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hulda Jónsdóttir ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi til jóla. Hún segir það bæði áskorun og skemmtun, fínir kjólar eigi hreint ekki að hanga óhreyfðir inni í skáp. Þetta er gott tækifæri til þess að nota kjólana mína en ég á yfir þrjátíu kjóla í skápnum. Ég verð aldrei í sama kjólnum fram að jólum,“ segir Hulda Jónsdóttir en hún ákvað að klæðast nýjum kjól á hverjum degi frá 1. desember og fram að jólum. Gjörninginn skrásetur hún á Instagram undir #kjoladagatalid2015.12. desember Sú stutta í afmælisprinsessukjól og fékkst til að vera með á mynd.„Ég fékk innblástur úr ýmsum áttum. Með þessu fer ég líka út fyrir þægindarammann, ég fer í alls konar kjóla sem ég hef kannski ekki notað í mörg ár og stundum er áskorun að troða sér í þá,“ segir hún hlæjandi en viðurkennir að vera mikið fyrir að klæða sig upp.10. desember Bakstursdagur. Hulda segir skemmtilegt að vera klædd í kjól við hinar og þessar hversdagslegar athafnir.„Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu og ekki að geyma sér eitthvað þar til eitthvert sérstakt tilefni verður til að nota það. Ég er mikið kamelljón og erfitt að staðsetja minn stíl einhvers staðar. Ég er litaglöð en á líka svarta kjóla. Marga hef ég saumað sjálf eða keypt notaða og jafnvel breytt þeim. Ég kaupi oft íslenska hönnun og nota netið talsvert til að versla. Sendi svo systur mína í búðirnar í Reykjavík til að máta,“ segir Hulda en hún býr á Akureyri og vinnur hjá Menningarráði Eyþings.2. desember Sú yngri ánægð með kjólinn sinn.Dætur hennar tvær voru klæddar upp fyrsta dag kjóladagatalsins en Hulda segir þær þó misáhugasamar og fljótlega hafi sú hugmynd að þær yrðu með dottið upp fyrir.15. desember Svarti kjóllinn er í sérstöku uppáhaldi. Hann gengur við allt og á við öll tilefni.„Strax á degi tvö neitaði sú eldri að vera með svo þetta hefur bara þróast. Ég píndi hana þó til að vera með mér á mynd á afmælinu hennar, þá var hún í prinsessukjól og ég í kjól sem mér þykir vænt um. Þær eru misáhugasamar um kjóladagatalið frá degi til dags en sú eldri kallaði mig reyndar „litla kjólabarn“ um daginn,“ segir Hulda.14. Desember Hulda er litaglöð og segir erfitt að staðsetja hennar stíl nokkursstaðar.„Mér finnst þetta bara skemmtilegt og hef gaman af því að vera klædd í kjól við alls konar hversdagslegar athafnir, eins og að baka eða við að moka snjó. Samstarfsfólk mitt er margt mjög áhugasamt og fylgist vel með hvort ég sé nokkuð að svindla.“11. Desember „Ég er mikil kjólakona og dressa mig alveg upp þó það sé ekkert tilefni. Enda á maður að lifa í núinu.“Ertu búin að ákveða jólakjólinn? „Eiginlega, nýjasta viðbótin í safninu fær líklega að njóta sín en það gæti breyst á síðustu stundu. Ég á reyndar þrjá síðkjóla en þeir verða ekki með í kjóladagatalinu. Einn þeirra er brúðarkjólinn minn og annar er bara of glyðrulegur,“ segir Hulda og skellir upp úr. „En ég er alls ekkert hætt að kaupa mér kjóla. Maður getur alltaf á sig kjólum bætt.“
Jólafréttir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp