Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2015 08:32 Gunnar Nelson átti fá svör við tökum Demian Maia. Vísir/Getty Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis ræddi við Reykjavík Síðdegis um höfuðhögg í MMA og hvernig Gunnar Nelson hefur það eftir bardagann um síðustu helgi. Gunnar Nelson tapaði mjög illa fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem hafði mikla yfirburði og náði mörgum höggum á Gunnar í þessum þriggja lotu bardaga. Gunnar Nelson var mjög ólíkur sjálfum sér í bardaganum og Jón Viðar fór aðeins yfir það í viðtalinu við þá Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Braga Guðmundsson. Rætt var meðal annars hvenær ástæða þykir að stöðva bardaga en stóran hluta bardagans lét Demian Maia höggin dynja á höfði Gunnars.Bardagann í heild má sjá hér að neðan.„Dómari stoppar bardaga ef manneskjan er ekki lengur með. Ef viðkomandi er búinn að vankast eða rotast eða sýnir einhver merki um að það að hann sé ekki á staðnum eða vill ekki vera á staðnum þá stoppar dómarinn bardagann strax," sagði Jón Viðar. Viðkomandi þarf því ekki að láta vita af því að hann sé búinn að fá nóg. „Það er allt morandi í læknum þarna, bæði læknar sem horfa á bardagann, sem meta Gunnar fyrir bardagann og meta Gunnar eftir bardagann. Það eru allt algjörir sérfræðingar í þessum málum öllum," sagði Jón Viðar. Sjá einnig: Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari Jón Viðar er mjög góður vinur Gunnars Nelson og hann var staddur út í Les Vegas og fylgdist með bardaganum í návígi. Hvernig leið honum að horfa upp á meðferðina sem íslenski bardagamaðurinn fékk? „Það var ekkert þægilegt að fylgjast með þessu. Þú sérð það samt ef þú horfir á bardagann að ekkert af þessum höggum voru virkilega þung. Gunni vankaðist aldrei en sagði hafa fundið aðeins fyrir einu höggi. Öll hin höggin lentu að mestu í höndunum á honum en runnu kannski aðeins í andlitið," sagði Jón Viðar. „Það sem var mest skrýtið við þetta allt saman að ég hef aldrei séð Gunna liggja undir einhverjum síðastliðin tíu ár. Ég hef samt séð hann glíma við bestu glímumenn í heimi og keppa marga bardaga. Hann hefur aldrei lent í þessari stöðu áður," sagði Jón Viðar. Hvað gerðist í bardaganum? „Það sem gerðist var að Gunni missti alla orkuna sína eftir tvær mínútur og við erum ekki alveg búnir að átta okkur á því af hverju það var. Hann sagði hafa fengið eitthvað aðeins í magann, ekki getað beitt sér og orkan hafi bara fjarað út eftir tvær mínútur," sagði Jón Viðar.Sjá einnig: Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ „Við erum að reyna að komast að því af hverju það gerðist því hann var í svakalega góðu formi og leit rosalega vel út fyrir bardagann. Hann stóð sig ótrúlega vel á æfingum," sagði Jón Viðar. „Við teljum að þetta hafi ekki verið neitt sálrænt. Það var bara eitthvað líkamlegt sem klikkaði hjá honum. Honum leið nefnilega mjög vel fyrir bardagann," sagði Jón Viðar en hvaða áhrif hefur þetta tap? „Þetta hefur þau áhrif að hann þarf væntanlega tvo til þrjá auka bardaga áður en hann fær að keppa um titilinn. Þetta er eitt skref afturábak sem hann bætir fyrir vonandi á næsta ári," sagði Jón Viðar en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Að neðan er viðtal við Jón Viðar úr Ísland í dag í gær. MMA Tengdar fréttir Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51 Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis ræddi við Reykjavík Síðdegis um höfuðhögg í MMA og hvernig Gunnar Nelson hefur það eftir bardagann um síðustu helgi. Gunnar Nelson tapaði mjög illa fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem hafði mikla yfirburði og náði mörgum höggum á Gunnar í þessum þriggja lotu bardaga. Gunnar Nelson var mjög ólíkur sjálfum sér í bardaganum og Jón Viðar fór aðeins yfir það í viðtalinu við þá Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Braga Guðmundsson. Rætt var meðal annars hvenær ástæða þykir að stöðva bardaga en stóran hluta bardagans lét Demian Maia höggin dynja á höfði Gunnars.Bardagann í heild má sjá hér að neðan.„Dómari stoppar bardaga ef manneskjan er ekki lengur með. Ef viðkomandi er búinn að vankast eða rotast eða sýnir einhver merki um að það að hann sé ekki á staðnum eða vill ekki vera á staðnum þá stoppar dómarinn bardagann strax," sagði Jón Viðar. Viðkomandi þarf því ekki að láta vita af því að hann sé búinn að fá nóg. „Það er allt morandi í læknum þarna, bæði læknar sem horfa á bardagann, sem meta Gunnar fyrir bardagann og meta Gunnar eftir bardagann. Það eru allt algjörir sérfræðingar í þessum málum öllum," sagði Jón Viðar. Sjá einnig: Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari Jón Viðar er mjög góður vinur Gunnars Nelson og hann var staddur út í Les Vegas og fylgdist með bardaganum í návígi. Hvernig leið honum að horfa upp á meðferðina sem íslenski bardagamaðurinn fékk? „Það var ekkert þægilegt að fylgjast með þessu. Þú sérð það samt ef þú horfir á bardagann að ekkert af þessum höggum voru virkilega þung. Gunni vankaðist aldrei en sagði hafa fundið aðeins fyrir einu höggi. Öll hin höggin lentu að mestu í höndunum á honum en runnu kannski aðeins í andlitið," sagði Jón Viðar. „Það sem var mest skrýtið við þetta allt saman að ég hef aldrei séð Gunna liggja undir einhverjum síðastliðin tíu ár. Ég hef samt séð hann glíma við bestu glímumenn í heimi og keppa marga bardaga. Hann hefur aldrei lent í þessari stöðu áður," sagði Jón Viðar. Hvað gerðist í bardaganum? „Það sem gerðist var að Gunni missti alla orkuna sína eftir tvær mínútur og við erum ekki alveg búnir að átta okkur á því af hverju það var. Hann sagði hafa fengið eitthvað aðeins í magann, ekki getað beitt sér og orkan hafi bara fjarað út eftir tvær mínútur," sagði Jón Viðar.Sjá einnig: Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ „Við erum að reyna að komast að því af hverju það gerðist því hann var í svakalega góðu formi og leit rosalega vel út fyrir bardagann. Hann stóð sig ótrúlega vel á æfingum," sagði Jón Viðar. „Við teljum að þetta hafi ekki verið neitt sálrænt. Það var bara eitthvað líkamlegt sem klikkaði hjá honum. Honum leið nefnilega mjög vel fyrir bardagann," sagði Jón Viðar en hvaða áhrif hefur þetta tap? „Þetta hefur þau áhrif að hann þarf væntanlega tvo til þrjá auka bardaga áður en hann fær að keppa um titilinn. Þetta er eitt skref afturábak sem hann bætir fyrir vonandi á næsta ári," sagði Jón Viðar en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Að neðan er viðtal við Jón Viðar úr Ísland í dag í gær.
MMA Tengdar fréttir Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51 Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51
Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30
Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30