Hvernig nærðu flottustu myndunum af jólamatnum? Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:00 Nú þegar jólahátíðin gengur í garð er mikilvægt að vera með á hreinu hvernig á að ljósmynda matinn sinn á jólunum. Það er almenn þekking að ef þú „instagrammar“ ekki matinn þinn þá er frekar tilgangslaust að borða hann þar sem enginn af fylgjendum þínum mun vita af honum. Það getur dimmu skammdegi í dagsljósi breytt að þegar vinir líka við fallega matarmynd frá hátíðarveislunum. Fréttablaðið tók saman nokkur ráð sem eru skotheld þegar það kemur að því að ná hinni fullkomnu mynd til að deila með vinunum. Bjartir litir er auðveldari að vinna með Jólamaturinn á það til að vera brúnn eða fölbleikur á litinn og það getur verið erfitt að gera gott úr því. Þá getur verið mikilvægt að vera með flott meðlæti í flottum litum. Þá ber helst að nefna fallegt waldorf salat, sætar kartöflur eða fagurgrænt salat. Taktu myndina ofan frá Myndin kemur mun betur út enda besta sjónarhornið. Matarmyndir af hliðinni eru sjaldnast góðar og oftast ekki girnilegar. Ofan frá færðu líka bestu myndina af því hvað er nákvæmlega á disknum.Skipulögð óreiða Of fullkominn diskur er alltaf ótrúverðugur og alltof augljóst að raðað hafi verið á diskinn einungis fyrir ljósmyndina. Leyfðu krumpaðri servéttunni, brauðmynslunni og sósuskvettunum að njóta sín.Því óhollara því betra Myndir af óhollum mat eru alltaf vinsælar enda er óhollur matur eitthvað sem allir elska. Diskurinn skiptir máli Það er ekki bara maturinn sem er inni á myndinni heldur líka diskurinn og hnífapörin. Allt saman skiptir þetta máli þegar hin fullkomna instagram mynd er annarsvegar. Minimalískir stórir diskar og hringlóttar skálar myndast alltaf vel.‚Filterinn‘ er ekki vinur þinn Ekki velja einhvern þungan ‚filter‘ til þess að reyna að láta matinn þinn líta út fyrir að vera girnilegri en hann er. Leiktu þér frekar með birtustigið og fleiri stillingar inni á instagram forritinu sjálfu. Fleiri en einn diskur á einni mynd Það raða ekki allir eins á diskinn sinn og það getur verið gaman að sjá nokkrar mismunandi útfærslur. Að vera með nokkra diska inni á myndinni er bara góðs viti. Hafðu um nóg að velja Taktu margar myndir til þess að geta valið um þá flottustu. Leiktu þér með fjarlægðina, sjónarhornið og fleira til þess að ná hinni fullkomnu mynd. Birtan skiptir máli Líklega eitt mikilvægasta atriðið á þessum lista. Flassið er mikill óvinur matarmyndanna. Notaðu birtuna inni á heimilinu og kertaljós. Þannig færðu fallega, mjúka og hátíðarlega mynd til þess að deila. Kassamerkin eru hættulegur leikur Aðeins í brýnustu nauðsyn er vel séð að nota kassamerki. Að nota kassamerki til þess að lýsa öllu sem er á myndinni er ekki lengur málið. Ef að fjölskyldan tekur sig saman og notar eitt kassamerki á myndirnar í jólaboðinu þá er það ekkert nema skemmtilegt. Jól Mest lesið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin gengur í garð er mikilvægt að vera með á hreinu hvernig á að ljósmynda matinn sinn á jólunum. Það er almenn þekking að ef þú „instagrammar“ ekki matinn þinn þá er frekar tilgangslaust að borða hann þar sem enginn af fylgjendum þínum mun vita af honum. Það getur dimmu skammdegi í dagsljósi breytt að þegar vinir líka við fallega matarmynd frá hátíðarveislunum. Fréttablaðið tók saman nokkur ráð sem eru skotheld þegar það kemur að því að ná hinni fullkomnu mynd til að deila með vinunum. Bjartir litir er auðveldari að vinna með Jólamaturinn á það til að vera brúnn eða fölbleikur á litinn og það getur verið erfitt að gera gott úr því. Þá getur verið mikilvægt að vera með flott meðlæti í flottum litum. Þá ber helst að nefna fallegt waldorf salat, sætar kartöflur eða fagurgrænt salat. Taktu myndina ofan frá Myndin kemur mun betur út enda besta sjónarhornið. Matarmyndir af hliðinni eru sjaldnast góðar og oftast ekki girnilegar. Ofan frá færðu líka bestu myndina af því hvað er nákvæmlega á disknum.Skipulögð óreiða Of fullkominn diskur er alltaf ótrúverðugur og alltof augljóst að raðað hafi verið á diskinn einungis fyrir ljósmyndina. Leyfðu krumpaðri servéttunni, brauðmynslunni og sósuskvettunum að njóta sín.Því óhollara því betra Myndir af óhollum mat eru alltaf vinsælar enda er óhollur matur eitthvað sem allir elska. Diskurinn skiptir máli Það er ekki bara maturinn sem er inni á myndinni heldur líka diskurinn og hnífapörin. Allt saman skiptir þetta máli þegar hin fullkomna instagram mynd er annarsvegar. Minimalískir stórir diskar og hringlóttar skálar myndast alltaf vel.‚Filterinn‘ er ekki vinur þinn Ekki velja einhvern þungan ‚filter‘ til þess að reyna að láta matinn þinn líta út fyrir að vera girnilegri en hann er. Leiktu þér frekar með birtustigið og fleiri stillingar inni á instagram forritinu sjálfu. Fleiri en einn diskur á einni mynd Það raða ekki allir eins á diskinn sinn og það getur verið gaman að sjá nokkrar mismunandi útfærslur. Að vera með nokkra diska inni á myndinni er bara góðs viti. Hafðu um nóg að velja Taktu margar myndir til þess að geta valið um þá flottustu. Leiktu þér með fjarlægðina, sjónarhornið og fleira til þess að ná hinni fullkomnu mynd. Birtan skiptir máli Líklega eitt mikilvægasta atriðið á þessum lista. Flassið er mikill óvinur matarmyndanna. Notaðu birtuna inni á heimilinu og kertaljós. Þannig færðu fallega, mjúka og hátíðarlega mynd til þess að deila. Kassamerkin eru hættulegur leikur Aðeins í brýnustu nauðsyn er vel séð að nota kassamerki. Að nota kassamerki til þess að lýsa öllu sem er á myndinni er ekki lengur málið. Ef að fjölskyldan tekur sig saman og notar eitt kassamerki á myndirnar í jólaboðinu þá er það ekkert nema skemmtilegt.
Jól Mest lesið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira