Drátturinn í Evrópudeildinni: Klopp snýr aftur til Þýskalands og United mætir dönsku meisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 12:04 Jürgen Klopp og félagar hjá Liverpool eru í pottinum. Vísir/Getty Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015 Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015
Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira