Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2015 16:55 Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. Vísir/GVA „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira