Kaupmenn á Laugavegi sagðir hunsa lokanir borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 16:43 Gangandi vegfarendur á Laugaveginum. Vísir/Stefán Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira