Bayern München bar sigurorð af Ingolstadt, 2-0, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Það tók þýsku meistarana 65. mínútur að brjóta Ingolstadt á bak aftur en þar var að verki Robert Lewandowski. Pólverjinn hefur verið magnaður í vetur en þetta var hans 22. mark í öllum keppnum.
Tíu mínútum síðar kom Philipp Lahm Bayern í 2-0 og kláraði leikinn. Með sigrinum náði Bayern átta stiga forskoti á Dortmund sem tekur á móti Frankfurt á morgun.
Werder Bremen og Köln skildu jöfn, 1-1. Jannik Vestergaard kom Bremen yfir strax á 4. mínútu en Dusan Svento jafnaði metin 11 mínútum fyrir leikslok. Aron Jóhannsson er enn frá vegna meiðsla hjá Bremen.
Maximilian Arnold tryggði Wolfsburg stig þegar hann jafnaði metin á 78. mínútu gegn Hamburg.
Bikarmeistararnir eru í 5. sæti deildarinnar en þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.
Úrslitin í dag:
Bayern München 2-0 Ingolstadt
1-0 Robert Lewandowski (65.), 2-0 Philipp Lahm (75.).
Werder Bremen 1-1 Köln
1-0 Jannik Vestergaard (4.), 1-1 Dusan Svento (79.).
Wolfsburg 1-1 Hamburg
0-1 Nicolai Müller (21.), 1-1 Maximilian Arnold (78.).
Hoffenheim 1-0 Hannover
1-0 Jonathan Scmid (30.).
Darmstadt 0-4 Hertha Berlin
0-1 Vedad Ibisevic (12.), 0-2 Marvin Plattenhardt (26.), 0-3 Ibisevic (50.), 0-4 Salomon Kalou (77.).
Lewandowski kom Bayern á bragðið | Úrslitin í dag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
