Formaður íslensku samninganefndarinnar í París: „Ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 15:24 Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar í París. VÍSIR/UNFCCC „Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52