Formaður íslensku samninganefndarinnar í París: „Ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 15:24 Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar í París. VÍSIR/UNFCCC „Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Sjá meira
„Það er smá taugaveiklun svona í lokin. Þetta er flókinn samningur og miklir hagsmunir í húfi. Ég tel hins vegar ekki nokkur vafi á að hér er að nást sögulegt samkomulag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, um lokadrög loftslagssamningsins sem kynnt voru í París fyrr í dag. Hugi segir þetta vera lokatexta sem hafi verið lagður fram. „Hann orðinn alveg hreinn, það eru engir hornklofar eða ólíkir kostir, heldur eru komin drög að hreinum samningi. Hann segir að nú séu fulltrúar allra ríkja og ríkjahópa að fara yfir textann og athuga hvort að hann sé í lagi, hvort gera eigi einhverjar breytingar á síðustu stundu. Hann segir mikinn þrýsting á að textinn haldist í stórum dráttum óbreyttur. Búið er að boða til fundar klukkan hálf fimm að íslenskum tíma.Tekur á öllum helstu þáttum loftslagsmála Hugi segir samninginn taka á öllum helstu þáttum loftslagsmála, ekki síst aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu. „Einnig er tekið á því að draga úr afleiðingum loftslagsmála, að reyna að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er líka tekið á aðlögun að loftslagsbreytingum og fjármögnun. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót.“ Hugi segir að 100 milljarðar Bandaríkjadala verði lagðar í framkvæmd samningsins á ári fram til ársins 2020. „Það verður svo endurskoðað, með möguleika á aukningu. Þetta er til þess að aðstoða þróunarríkin, bæði til að nýta sér loftslagsvæna tækni í sinni þróun, í stað kol og olíu, og eins til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, sérstaklega viðkvæmustu ríkin, svo sem Kyrrahafseyjar og Afríkuríki sem fást við þurrka.“Geysilega góður andiÍ samningnum er sett fram það markmið að halda hækkun hitastigs fram til ársins 2100 undir tvær gráður, en reyna jafnframt að fara niður fyrir 1,5 gráður. „Settur er ákveðinn rammi utan um markmið ríkja sem verða reglulega uppfærð. Það var eitt af meginaatriðunum, sem þýðir að það verður sterkt aðhald.“ Hugi segist vera mjög bjartsýnn og að það hafi verið geysilega góður andi á ráðstefnunni í París. „Þegar samningurinn var kynntur í hádeginu sögðu Frakklandsforseti og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að við gætum valið gífurleg vonbrigði eða að ná saman um sögulegan samning. Tækifæri sem þetta gæfist ekki aftur.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52