Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Sigurður Skarphéðinsson við munna ísganganna þegar gerð þeirra var á lokametrunum. Fréttablaðið/Stefán Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira