Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2015 16:30 Ban Ki-moon segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. Vísir/Getty Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“ Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“
Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira