„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2015 11:17 Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. „Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Það var verið að flytja nokkrar fjölskyldur. Annars vegar til Albaníu og hins vegar til Makedóníu,” segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og talsmaður albönsku fjölskyldunnar sem fjarlægð var af heimili sínu í Barmahlíð og flutt til Albaníu í nótt. „Það fóru tólf til Albaníu og ellefu Makedóníu og það er mögulegt að þessari tölu skeiki um tvo. En þetta er talan sem við erum með,” segir Arndís og bætir við að því miður séu þessi mál afgreidd með þessum hætti „Þetta var í rauninni mjög standard. Með þessi ríki, það eru margir umsækjendur frá þessum ríkjum og þeir gera þetta gjarnan svona, safna þeim saman í flugvél.“ „Fólk er sótt heim. Þau fá fyrirvara og vita af þessu.“ Margir hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun stjórnvalda um að senda fjölskylduna úr landi og hafa nokkrir lýst yfir að þeir skammist sín fyrir ákvörðunina. En er einhver möguleiki á að fjölskyldan komi hingað aftur? „Flestir hafa nú heimild til að koma aftur en tölfræðin er mjög skýr: það eru engir frá þessum ríkjum hefur fengið hæli hérna af mannúðarástæðum,“ segir hún. „Fólk sem kemur fram Albaníu, Makedóníu og Kosovo fá bara nei.“Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015Arndís efast um að sterk viðbrögð almennings breyti nokkru um ákvörðunina eða stöðuna sem nú er uppi. „Nei ég held ekki,“ segir hún. „Fólk er gjarnan reitt yfir að fólk megi ekki koma hingað til að leita að betra lífi en það eru bara lögin. Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi,“ segir Arndís og segir skiljanlegt að fólk beini reiði sinni til stjórnvalda vegna þess. Arndís vill ekki svara því hvort ákvörðun útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar hafi verið kærð. „Ég hef svo sem fengið heimild frá þeim til að tala beint um málið. Ég get alla vega sagt að þau eru búin að fá synjun, það hefur komið fram, á þeim forsendum að útlendingastofnun hefur metið það sem svo að þau geti fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandi sínu.“ Önnur fjölskylda sem send var úr landi í nótt eru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla. Stöð 2 ræddi við þau í gær en þau hafa verið hér á landi í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn.
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26