Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:37 Vísir/Getty Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf MMA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf
MMA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira