Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 13:49 Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum aftur hleypt í bæinn og lónið fær að opna Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58