Ljósi varpað á uppbyggingu ráðuneyta ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 10:30 Skjölin hafa veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og í olíuvinnslu þeirra. Vísir/AFP Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér. Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Íslamska ríkið hefur komið á legg sérstökum stofnunum til að halda utan um herföng eins og þræla, sölu fornminja, olíu og fleira. Það auðveldar þeim að halda yfirráðum á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak. Skjöl sem bandarískir sérsveitarmenn komu höndum yfir þegar Abu Sayyaf var felldur hafa varpað nýju ljósi á uppbyggingu ISIS.Abu Sayyaf var í raun yfirmaður fjármála ISIS og var hann felldur í maí. Gíslinum Kayla Mueller var um tíma haldið á heimili hans auk fjölmargra þræla samtakanna.Sjá einnig: Bandarískir hermenn felldu háttsettan leiðtoga ISIS í Sýrlandi Í samtali við Reuters fréttaveituna segja bandarískir embættismenn að skjölin hafi veitt þeim nýja innsýn í uppbyggingu hryðjuverkasamtakanna. ISIS hafa komið mörgum á óvart með getu sinni í að stjórna svæðum og að byggja um embættismannakerfi á yfirráðasvæðum sínum. Blaðamenn Reuters hafa fengið aðgang að hluta skjalanna, en sérsveitarmenn fundu umfangsmikið magn í árásinni gegn Sayyaf. Þá hafa skjölin einnig veitt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem leitt er af Bandaríkjunum, upplýsingar um skotmörk og veikleika í uppbyggingu samtakanna og olíuvinnslu þeirra. Í skjölunum kemur fram að diwan, sem er í raun ráðuneyti, voru stofnuð til að halda utan um ýmsa þætti ISIS. Sérstök deild sér um sölu fornminja á svörtum mörkuðum. Abu Sayyaf var yfir því ráðuneyti. „Íslamska ríkið hefur fjárfest meira en nokkur önnur hryðjuverkasamtök í þeirri hugmynd að þeir séu í raun eigið ríki. Formleg skipulagning þeirra styrkir þá ímynd samtakanna auk þess að nýtast vel þegar yfirráðasvæði þeirra er jafn stórt og raun er,“ segir Aymenn al-Tamimi, frá hugveitunni Middle East Forum og sérfræðingur í uppbyggingu ISIS.Áhyggjur af líffærasölu Meðal þess sem uppgötvaðist í skjölunum var dómsúrskurður þar sem vígamönnum var gert heimilt að taka líffæri úr föngum samtakanna. Í úrskurðinum segir að löglegt sé að taka líffæri úr fanga til að bjarga lífi múslima, þó það muni leiða til dauða fangans. Enska þýðingu af úrskurðinum má sjá hér.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira