Jólamaturinn í vaskinn: „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 11:13 Dagmar ætlaði að eld hátíðarkjúkling en í pakkanum reyndist vera venjulegur kjúklingur. Vísir Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015 Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015
Jólafréttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira