Leikhúsið var með sýningu í Herkastalanum, samkomusal Hjálpræðishersins, núna klukkan 16 og svo verður með aðra klukkan 20. „Þetta er opið hús, kökur og kaffi á könnunni. Fólk getur komið hingað og séð prógrammið núna klukkan átta og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að líta við.“
Rúnar segir það hafa verið mjög gefandi að starfa með leikhúsi heimilislausra. „Við vorum með viðburð á Menningarnótt síðastliðið sumar sem vakti mikla athygli og við höfum haldið starfinu áfram.“
Sjá einnig: Hæfileikar heimilislausra leiddir í ljós
Hann segir að margir hafi komið að sýningunni. „Þetta er stór og mikill hópur og þetta eru raddir sem gott er að heyra í og hafa kannski ekki vettvang til að tjá sig dags daglega. Við höfum verið með gangandi leiksmiðjur og var ákveðið að skella í þessa sýningu nú fyrir jólin.“


