Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs þegar hálka er. Þá gangi manni betur að fóta sig. VÍSIR/ANTON BRINK Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira