Koma til Íslands að njóta aðventunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Ferðamönnum þótti jólalegt um að litast á Skólavörðuholtinu. En Hallgrímskirkja fangaði athygli þeirra allra. Fréttablaðið/Ernir Eins og undanfarin ár er fjöldi ferðamanna á Íslandi samankominn í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana að njóta aðventunnar. Fjölgun ferðamanna í nóvembermánuði var um 34 prósent á milli ára, en rétt innan við 50 prósent í októbermánuði. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segist ekki treysta sér til þess að segja hver hlutfallsleg fjölgun í desember verður. ?Við vitum að samkvæmt okkar upplýsingum frá ferðaþjónustufyrirtækjum þá líta bókanir í desember vel út. En við vitum ekki hverju það skilar okkur í prósentum,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Sögu verður herbergjanýtingin á Hótel Sögu um 75 prósent á aðfangadag og jóladag, en eykst svo verulega um áramótin. Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair hótela, sagði við Vísi á dögunum að allt líti út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin. Þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda vegna flugeldanna og brennanna. Fréttablaðið ræddi við nokkra ferðamenn sem staddir voru á Skólavörðuholtinu í gær, sem hingað eru komnir til að njóta vetrarríkisins. Þeir ætla flestir að vera löngu farnir fyrir jól og áramót, en hafa margir séð norðurljósin eða dreymir um að sjá þau. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að víða hafi verið skýjað undanfarin kvöld og ekki kjöraðstæður til þess að skoða norðurljósin. Hún hafi hins vegar séð nokkrar norðurljósamyndir á Twitter sem bendi til þess að hér hafi myndast glufur til norðurljósaskoðunar. Hún telur mögulegt að hér skapist kjöraðstæður til að skoða norðurljósin yfir hátíðisdagana, einkum suðvestanlands og vestanlands. Birta Líf segir að í kvöld verði mestar líkur á að sjá norðurljósin sunnalands, jafnvel vestanlands. ?En samt er það ekkert gulltryggt,? bætir Birta við. Á morgun, Þorláksmessu, er gert ráð fyrir norðanátt og það verður skýjað um norðurlandið. ?Það kvöld er helst á Vesturlandi sem ég gæti ímyndað mér að væru aðstæður. Þá á að haldast þurrt og það gætu orðið einhverjar glufur,? segir Birta. Þá er gert ráð fyrir prýðisaðstæðum suðvestan- og vestanlands á aðfangadagskvöld og jafnvel suðaustan- og austanlands. Miðað við spána sé þó gert ráð fyrir bestu aðstæðunum á jóladag, ef spáin helst óbreytt. ?Þá ætti að vera flennibjart og ískalt,? segir Birta og aðspurð segir hún að hér verði hugsanlega norðurljósajól. ?Það gæti verið,? segir hún. Í Reykjavík á aðfangadagVið ætlum að vera hér í tíu daga. Ég kom hérna 17. desember og verð til 26.,“ sagði frú Rachmaninoff þegar Fréttablaðið hitti hana við styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholtinu í gær. Rachmaninoff er upprunalega frá Grikklandi en býr í Frankfurt og átti því tiltölulega hægt um vik með að fljúga til Íslands. Hún ætlar að vera á hóteli í Reykjavík á aðfangadagskvöld og segist hlakka mikið til að borða hér hátíðarkvöldverð. „Það verður einhver frábær matur á hótelinu,“ sagði hún við blaðamann. fyrsta skipti á ÍslandiTom og Glenda Barber eru frá Englandi. Þau komu hingað til lands á föstudagsmorguninn og ætla að vera fram á Þorláksmessu. Þau verða því hér í fimm daga. „Við fórum gullna hringinn í gær (á sunnudag) og fórum svo að skoða norðurljósin,“ segir Glenda. Og Tom bætir því við að þau hafi líka skellt sér í Bláa lónið og farið í fjórhjólaferð fyrsta daginn sinn hérna. „Nú ætlum við að fara í skoðunarferð um borgina,“ segir Tom. „Já, við ætlum bara að ganga um borgina og skoða,“ segir Glenda. Þetta er fyrsta skipti þeirra beggja á Íslandi. „Þetta er frábært. Við elskum þetta,“ segir Tom. Íshellirinn bestur„Við erum búin að fara gullna hringinn og um Mýrdalssand og í Íshellinn. Þetta eru rosalega fínir staðir,“ segir Christine Wou. Hún kunni best við sig í Íshellinum, en var ekki búin að sjá norðurljósin. „Nei, veðrið bauð ekki upp á það,“ segir hún. Christine er námsmaður í Bretlandi og hefur aldrei komið hingað áður. „Ég býst við að koma hingað aftur,“ segir hún og segir hlæjandi að hún gæti vel hugsað sér að búa hér. Christine segir að ísinn heilli sig sérstaklega mikið og kuldinn fari ekkert illa með sig. „Ég óttast kuldann ekki neitt,“ segir hún. Snortin af vinalegu fólkiÞau Phillip Mason og Camilla Jessatova segjast hafa orðið mjög snortin yfir því hvað fólkið hér á Íslandi er vinalegt. Gærdagurinn var fjórði dagurinn þeirra á Íslandi og voru þau bæði búin að fara í Bláa lónið og gullna hringinn og voru að spóka sig um í miðbænum. „Fólkið hérna er mjög vinalegt,“ sagði Mason, aðspurður um það hver hefði verið sterkasta upplifun hans af Íslandi. Þau nutu sín vel í Reykjavík. „Ég kunni rosalega vel við það að fara á söfnin,“ sagði Camilla aðspurð um það hvað hefði hrifið hana mest við Reykjavík. Phillip bætti því við að Þjóðminjasafnið hefði sérstaklega vakið athygli sína. Gengu á SnæfellsjökulÞeir Daniel O'Donnell og Tom Hard eru báðir frá Englandi og eru í sinni fyrstu ferð til Íslands. „Við höfum séð norðurljósin og gengum á jökul í gær,“ segir Daniel við Fréttablaðið. „Núna erum við bara á göngu um miðborgina og að skoða söfn,“ segir Daniel. Þeir ætla að vera hér í þrjá daga. Þeir hafa ekki í hyggju að fara gullna hringinn en fóru í gær á Snæfellsjökul og spreyttu sig á því að bera fram nafn jökulsins við blaðamann. Þeir Daniel og Tom halda heim í dag. Langar í jöklagönguÞau Avy og Tak Chen eru frá Kína en eru námsmenn í Þýskalandi og komu þaðan. Þau höfðu verið hér í þrjá daga þegar Fréttablaðið hitti þau í gær og ætluðu að fara af landi brott aftur á aðfangadag. „Við viljum sjá norðurljósin og fara í jöklagöngu,“ segir Avy en bætir því við að veðrið sé svo vont að þau fari varla í göngu. „Við ætlum að fara í kirkjuna, fara upp í turninn og sjá útsýnið yfir alla Reykjavík,“ sagði Avy, en þau voru líka búin að sjá Hörpuna. Tak hafði mikinn áhuga á að sjá norðurljósin. „Heldurðu að það sé mögulegt í kvöld?“ spurði hann, en blaðamaður þorði engu að lofa. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Eins og undanfarin ár er fjöldi ferðamanna á Íslandi samankominn í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana að njóta aðventunnar. Fjölgun ferðamanna í nóvembermánuði var um 34 prósent á milli ára, en rétt innan við 50 prósent í októbermánuði. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segist ekki treysta sér til þess að segja hver hlutfallsleg fjölgun í desember verður. ?Við vitum að samkvæmt okkar upplýsingum frá ferðaþjónustufyrirtækjum þá líta bókanir í desember vel út. En við vitum ekki hverju það skilar okkur í prósentum,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Sögu verður herbergjanýtingin á Hótel Sögu um 75 prósent á aðfangadag og jóladag, en eykst svo verulega um áramótin. Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair hótela, sagði við Vísi á dögunum að allt líti út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin. Þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda vegna flugeldanna og brennanna. Fréttablaðið ræddi við nokkra ferðamenn sem staddir voru á Skólavörðuholtinu í gær, sem hingað eru komnir til að njóta vetrarríkisins. Þeir ætla flestir að vera löngu farnir fyrir jól og áramót, en hafa margir séð norðurljósin eða dreymir um að sjá þau. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að víða hafi verið skýjað undanfarin kvöld og ekki kjöraðstæður til þess að skoða norðurljósin. Hún hafi hins vegar séð nokkrar norðurljósamyndir á Twitter sem bendi til þess að hér hafi myndast glufur til norðurljósaskoðunar. Hún telur mögulegt að hér skapist kjöraðstæður til að skoða norðurljósin yfir hátíðisdagana, einkum suðvestanlands og vestanlands. Birta Líf segir að í kvöld verði mestar líkur á að sjá norðurljósin sunnalands, jafnvel vestanlands. ?En samt er það ekkert gulltryggt,? bætir Birta við. Á morgun, Þorláksmessu, er gert ráð fyrir norðanátt og það verður skýjað um norðurlandið. ?Það kvöld er helst á Vesturlandi sem ég gæti ímyndað mér að væru aðstæður. Þá á að haldast þurrt og það gætu orðið einhverjar glufur,? segir Birta. Þá er gert ráð fyrir prýðisaðstæðum suðvestan- og vestanlands á aðfangadagskvöld og jafnvel suðaustan- og austanlands. Miðað við spána sé þó gert ráð fyrir bestu aðstæðunum á jóladag, ef spáin helst óbreytt. ?Þá ætti að vera flennibjart og ískalt,? segir Birta og aðspurð segir hún að hér verði hugsanlega norðurljósajól. ?Það gæti verið,? segir hún. Í Reykjavík á aðfangadagVið ætlum að vera hér í tíu daga. Ég kom hérna 17. desember og verð til 26.,“ sagði frú Rachmaninoff þegar Fréttablaðið hitti hana við styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholtinu í gær. Rachmaninoff er upprunalega frá Grikklandi en býr í Frankfurt og átti því tiltölulega hægt um vik með að fljúga til Íslands. Hún ætlar að vera á hóteli í Reykjavík á aðfangadagskvöld og segist hlakka mikið til að borða hér hátíðarkvöldverð. „Það verður einhver frábær matur á hótelinu,“ sagði hún við blaðamann. fyrsta skipti á ÍslandiTom og Glenda Barber eru frá Englandi. Þau komu hingað til lands á föstudagsmorguninn og ætla að vera fram á Þorláksmessu. Þau verða því hér í fimm daga. „Við fórum gullna hringinn í gær (á sunnudag) og fórum svo að skoða norðurljósin,“ segir Glenda. Og Tom bætir því við að þau hafi líka skellt sér í Bláa lónið og farið í fjórhjólaferð fyrsta daginn sinn hérna. „Nú ætlum við að fara í skoðunarferð um borgina,“ segir Tom. „Já, við ætlum bara að ganga um borgina og skoða,“ segir Glenda. Þetta er fyrsta skipti þeirra beggja á Íslandi. „Þetta er frábært. Við elskum þetta,“ segir Tom. Íshellirinn bestur„Við erum búin að fara gullna hringinn og um Mýrdalssand og í Íshellinn. Þetta eru rosalega fínir staðir,“ segir Christine Wou. Hún kunni best við sig í Íshellinum, en var ekki búin að sjá norðurljósin. „Nei, veðrið bauð ekki upp á það,“ segir hún. Christine er námsmaður í Bretlandi og hefur aldrei komið hingað áður. „Ég býst við að koma hingað aftur,“ segir hún og segir hlæjandi að hún gæti vel hugsað sér að búa hér. Christine segir að ísinn heilli sig sérstaklega mikið og kuldinn fari ekkert illa með sig. „Ég óttast kuldann ekki neitt,“ segir hún. Snortin af vinalegu fólkiÞau Phillip Mason og Camilla Jessatova segjast hafa orðið mjög snortin yfir því hvað fólkið hér á Íslandi er vinalegt. Gærdagurinn var fjórði dagurinn þeirra á Íslandi og voru þau bæði búin að fara í Bláa lónið og gullna hringinn og voru að spóka sig um í miðbænum. „Fólkið hérna er mjög vinalegt,“ sagði Mason, aðspurður um það hver hefði verið sterkasta upplifun hans af Íslandi. Þau nutu sín vel í Reykjavík. „Ég kunni rosalega vel við það að fara á söfnin,“ sagði Camilla aðspurð um það hvað hefði hrifið hana mest við Reykjavík. Phillip bætti því við að Þjóðminjasafnið hefði sérstaklega vakið athygli sína. Gengu á SnæfellsjökulÞeir Daniel O'Donnell og Tom Hard eru báðir frá Englandi og eru í sinni fyrstu ferð til Íslands. „Við höfum séð norðurljósin og gengum á jökul í gær,“ segir Daniel við Fréttablaðið. „Núna erum við bara á göngu um miðborgina og að skoða söfn,“ segir Daniel. Þeir ætla að vera hér í þrjá daga. Þeir hafa ekki í hyggju að fara gullna hringinn en fóru í gær á Snæfellsjökul og spreyttu sig á því að bera fram nafn jökulsins við blaðamann. Þeir Daniel og Tom halda heim í dag. Langar í jöklagönguÞau Avy og Tak Chen eru frá Kína en eru námsmenn í Þýskalandi og komu þaðan. Þau höfðu verið hér í þrjá daga þegar Fréttablaðið hitti þau í gær og ætluðu að fara af landi brott aftur á aðfangadag. „Við viljum sjá norðurljósin og fara í jöklagöngu,“ segir Avy en bætir því við að veðrið sé svo vont að þau fari varla í göngu. „Við ætlum að fara í kirkjuna, fara upp í turninn og sjá útsýnið yfir alla Reykjavík,“ sagði Avy, en þau voru líka búin að sjá Hörpuna. Tak hafði mikinn áhuga á að sjá norðurljósin. „Heldurðu að það sé mögulegt í kvöld?“ spurði hann, en blaðamaður þorði engu að lofa.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira