Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 13:15 Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fögnuðu, rétt eins og Höskuldur Þórhallsson, röngum úrslitum. Vísir Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira