Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 13:15 Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fögnuðu, rétt eins og Höskuldur Þórhallsson, röngum úrslitum. Vísir Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira