Kidd á skurðarborðið í dag | Þjálfarinn sem tapaði á móti Íslandi tekur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:30 Joe Prunty reynir hér að róa Jason Kidd. Vísir/Getty Jason Kidd mun ekki þjálfa lið Milwaukee Bucks á næstunni en hann þarf að gangast undir aðgerð á mjöðm í dag. Kiddi stýrði síðasta leiknum í bili í nótt. Milwaukee Bucks vann 101-95 sigur á Phoenix Suns í síðasta leik þjálfarans í bili en aðstoðarmaður hans Joe Prunty mun þjálfa liðið þar til Kidd kemur til baka. Það er ekki ljóst hvenær það verður. Jason Kidd spilaði á sínum tíma 1391 leiki í NBA og það er stór ástæða fyrir því í hversu miklum vandræðum hann hefur verið með mjöðmina á sér. „Ég reyndi að fresta aðgerðinni eins lengi og ég gat. Eftir að hafa ráðfært mig við lækninn minn þá var ljóst að það besta í stöðunni var að fara í aðgerðina strax," sagði Jason Kidd. Milwaukee Bucks hefur unnið 11 af 29 leikjum tímabilsins en einn af þessum sigrum var á móti toppliði Golden State Warriors á dögunum. Þetta er annað tímabil Kidd með lið Milwaukee Bucks en hann þjálfaði áður Brooklyn Nets. Við Íslendingar höfum smá reynslu af Joe Prunty, manninum sem leysir Kidd af. Joe Prunty þjálfar breska landsliðið sem íslensku strákarnir skildu eftir í riðlinum þegar þeir komust inn á lokamót Evrópumótsins í körfubolta í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið vann báða leikina, með þrettán stigum í Laugardalshöllinni og með tveimur stigum út í London. Breska landsliðið hafði verið með á síðasta Evrópumóti og á síðustu Ólympíuleikum en lent í niðurskurði sem Prunty og leikmenn hans kvörtuðu mikið yfir. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Jason Kidd mun ekki þjálfa lið Milwaukee Bucks á næstunni en hann þarf að gangast undir aðgerð á mjöðm í dag. Kiddi stýrði síðasta leiknum í bili í nótt. Milwaukee Bucks vann 101-95 sigur á Phoenix Suns í síðasta leik þjálfarans í bili en aðstoðarmaður hans Joe Prunty mun þjálfa liðið þar til Kidd kemur til baka. Það er ekki ljóst hvenær það verður. Jason Kidd spilaði á sínum tíma 1391 leiki í NBA og það er stór ástæða fyrir því í hversu miklum vandræðum hann hefur verið með mjöðmina á sér. „Ég reyndi að fresta aðgerðinni eins lengi og ég gat. Eftir að hafa ráðfært mig við lækninn minn þá var ljóst að það besta í stöðunni var að fara í aðgerðina strax," sagði Jason Kidd. Milwaukee Bucks hefur unnið 11 af 29 leikjum tímabilsins en einn af þessum sigrum var á móti toppliði Golden State Warriors á dögunum. Þetta er annað tímabil Kidd með lið Milwaukee Bucks en hann þjálfaði áður Brooklyn Nets. Við Íslendingar höfum smá reynslu af Joe Prunty, manninum sem leysir Kidd af. Joe Prunty þjálfar breska landsliðið sem íslensku strákarnir skildu eftir í riðlinum þegar þeir komust inn á lokamót Evrópumótsins í körfubolta í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið vann báða leikina, með þrettán stigum í Laugardalshöllinni og með tveimur stigum út í London. Breska landsliðið hafði verið með á síðasta Evrópumóti og á síðustu Ólympíuleikum en lent í niðurskurði sem Prunty og leikmenn hans kvörtuðu mikið yfir.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira