Handknattleiksdómarinn sem var skotinn niður: Enn eins og hann sé staddur í Herjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:45 Gunnar Óli Gústafsson. Vísir/Ernir Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira