Erlent

Slóvenar höfnuðu samkynja hjónaböndum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kjósendur í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag.
Kjósendur í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Vísir/afp
Yfirgnæfandi meirihluti Slóvena hafnaði lögum sem hefðu gert samkynja pörum kleift að gifta sig í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.

Útgönguspár gefa til kynna að 63 prósent kjósenda hafi hafnað lögunum en 37 viljað samþykkja þau. Talið er ólíklegt að tölurnar sveiflist svo nokkru nemi eftir því sem fleiri atkvæði verða talin.

Slóvenska þingið heimilaði samkynja hjónabönd í mars á þessu ári en hópar íhaldsmanna, sem studdir voru af kaþólsku kirkjunni, fóru fram á að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Þrátt fyrir að Slóvenía sé almennt talið eitt frjálslyndasta ríki fyrrum Sovétríkjanna eru réttindi hinsegin fólks enn töluvert bitbein í landinu, ef marka má frétt Time um málið.

Þannig höfnuðu kjósendur því árið 2012 að veita samkynhneigðum réttindi til jafns við gagnkynhneigða.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×