Lofar endanlegum sigri á ISIS Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2015 07:00 Sigri hrósandi sérsveitarmenn í íraska hernum á götum Ramadí-borgar eftir að hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins á brott. Nordicphotos/AFP Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13