Völvuspá fyrir árið 2015 Völva Lífsins skrifar 2. janúar 2015 09:30 Árið sem nú fer í hönd mun verða á margan hátt sérkennilegt fyrir land og þjóð. Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og almenningur botnar ekki í mörgu því sem afráðið er í stjórnsýslunni. Áframhaldandi órói á vinnumarkaði setur mikinn svip á fyrri hluta árs, en með vorinu tekst að lægja þær öldur, en það er aðeins skammtímaráðstöfun. Húsnæðismál verða ofarlega á baugi og sýnist mér að þar muni koma nokkur lausn. Eitthvað er þó erfitt að breyta kerfinu, sé ég Íbúðalánasjóð og ráðamenn þar helsta dragbítinn á breytingar. Á Alþingi verður vandræðaástand svo ekki sé meira sagt. Það liggur nærri stjórnarslitum undir sumar. Ráðherraskipti verða og ekki til bóta. Veðurfar verður okkur hagstætt, að vísu er marsmánuður erfiður sérstaklega um vestanvert landið, en hvergi verður mjög mikill snjór. Janúar og febrúar verða með besta móti um allt land. Vorið kemur snemma og munu Norðlendingar fá eitt það besta vor sem elstu menn muna. Sumarið verður rysjótt og úrkomusamt einkum sunnan- og suðaustanlands. Í heild verður árið hlýtt og gróður dafnar sem aldrei fyrr.ÞjóðmálinSlysfarir og líkamsárásir Slysfarir á árinu verða langt undir meðallagi, en ryskingar og meiðsl manna á milli alltof margar. Ég sé tvær hrottalegar líkamsárásir, aðra á höfuðborgarsvæðinu, hina austanlands, sem báðar eiga eftir að kosta mannslíf.Eldgos Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram nánast allt næsta ár. Það verður einnig annað gos ekki langt frá sem myndar flóð. Ég er ekki að segja að gjósi í Bárðarbungu heldur fyrir vestan núverandi gos. Ekki held ég að þetta valdi mjög miklum skaða en mannvirki verða í hættu um tíma. Lífríkið í kringum eldgosið mun þó verða fyrir tjóni, en ekki óbætanlegu.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn blómstrar á árinu og veiðist meira en mörg undanfarin ár af þekktu sjávarfangi. Einnig er ný tegund á ferð sem hefur lítið veiðst hér fyrr en nú. Menn tala um að þar sé hlýnun sjávar að þakka. Þetta hefur gott í för með sér fyrir þjóðarbúið að sjálfsögðu og mun ekki af veita, þar sem þensla eykst, ekki síst vegna skuldaniðurfellingar sem virðist fara að miklu leyti í eyðslu hjá landanum.Landsbyggðin Mörg minni byggðarlög víðs vegar um landið munu eiga betri tíma á þessu ári en lengi hefur verið. Mér sýnist eitthvert inngrip frá stjórnvöldum koma þar sem hefur þau áhrif að ungt, menntað og kraftmikið fólk getur hugsað sér að setjast að á áður fámennum stöðum. En við missum marga frábæra einstaklinga úr landi því miður og langt því frá að þeirri þróun verði snúið við á árinu.Peningamál Peningamál þjóðarinnar verða mjög í brennidepli mest allt árið. „Listinn“ góði kemur fyrir sjónir almennings seint á árinu eftir mikið japl, jaml og fuður. Þar kemur margt í ljós sem engan hefði órað fyrir að væri til.Lekamálið Lekamálið verður lengi árs til umræðu. Má þar segja að ekkert er sem sýnist. Það verður aðeins byrjað að hreinsa til á árinu en betur má ef duga skal. Það eru alls staðar maðkar í mysunni.Stjórnkerfið Stjórnkerfið allt þarfnast uppskurðar. Það er ekkert áhlaupaverk þar sem margir sem hagsmuna eiga að gæta standa fast á bremsunni og gæta þess vel að halda sínu.Rússneski björninn mun láta til sín taka svo um munar.HeimsmálinEvrópa Evrópa verður á suðupunkti austan til og því miður sýnist mér að ríki verði innlimuð og mikil grimmd ríkjandi. Rússneski björninn mun láta til sín taka svo um munar. Það er líka erfitt ástand bæði í Tyrklandi og Grikklandi á árinu. Evrópusambandið mun gliðna í sundur á árinu. Mikil umræða verður um evruna. Hennar endalok byrja á árinu.Norðurlönd Á Norðurlöndum verða geysimiklar breytingar í stjórnmálum. Það byrjar í Svíþjóð en sú bylgja fer um Skandinavíu alla. Ég sé hryðjuverk í Noregi um mitt ár, þar verður manntjón. Grænlendingar eiga gott ár. Þar finnast verðmæti í jörðu sem gefa mikla von um bættan hag. Þar koma Kínverjar við sögu, en þeir eiga eftir að láta mjög til sín taka í heiminum á árinu 2015.Austurlönd Í Austurlöndum nær er áframhaldandi stríðsástand sem magnast heldur á árinu. Mikið verður um blóðsúthellingar í Sýrlandi sérstaklega. Á Indlandi verður uppreisn sem verður brotin á bak aftur, en er samt byrjun á löngu frelsisstríði þar. Malala hefur mikil áhrif um allan heim og hennar Nóbelsverðlaun. Í Pakistan vex upp öflug kvennahreyfing sem krefst menntunar fyrir konur. Þar gerist margt gott á næstu árum. Ástrala vantar fleira fólk til starfa og mun mörgu menntafólki héðan bjóðast góð kjör í álfunni. Ég sé kennara líta þangað hýru auga, einnig verkfræðinga og sjómenn. Í Ástralíu verður mjög gott ár. Þar byrjar nýtt skeið tækifæra sem byggir á áður óþekktri tækni.Afríka Í Afríku verður ástandið víða frekar bágt. Ebólan dafnar og breiðist reyndar út víða um heim, en bóluefni verður þróað á árinu, það verður fyrsta skrefið til þess að stöðva útbreiðsluna, en eiginleg útrýming verður ekki fyrr en mörgum árum seinna. Íslenskt fyrirtæki vinnur nánast kraftaverk undir lok ársins í mjög fátæku Afríkuríki. Þar er um vatnsbúskap að ræða. Má segja að Suður-Afríka eigi gott ár í vændum. Um miðbik Álfunnar finnst verðmætt jarðefni í meira mæli en menn hafa þorað að vona. Þetta er ekki óþekkt efni þannig að vinnsla þess fer strax í gang, en því miður njóta heimamenn lítils góðs af. Þar munu ríkir aðilar maka krókinn eins og svo sem oft hefur gerst áður.Norður- og Suður-Ameríka Í Suður-Ameríku verða miklar róstur. Í einu ríki verður valdhöfum steypt af stóli eftir blóðsúthellingar og uppreisnir. Frá Kúbu berast okkur einnig uppreisnarfréttir á árinu. Í N-Ameríku versnar hagur lágstéttarinnar jafnt og þétt. Þar verður veðurfar líka erfitt á árinu miklir kuldar og snjókoma í janúar og febrúar. Mér virðist bandarískt þjóðfélag eiga erfitt í heild og róstur miklar. Obama er ekki ofsæll af sinni stöðu. Hann tekur líka afdrifaríkar ákvarðanir á árinu í sambandi við heimsfriðinn. Ég óttast að stríð brjótist út í austanverðri Evrópu og gæti orðið að heimsstyrjöld. það verður auðvitað reynt að koma í veg fyrir það en ég efast um að það takist.Bjarni Ben reynir að tefja að listinn frá skattaparadísunum komi fram í dagsljósið.PólitíkinÍslensk pólitík hefur aldrei í manna minnum verið jafn rotin og leiðinleg og á árinu. Má segja að hver skari eld að sinni köku. Skiptir þá engu hvar í flokki menn standa. Hanna Birna vill bregða yfir sig huliðshjálmi mest allt árið og tekst það furðanlega, enda margir sem eiga hlut að máli í lekamálinu og þeim málum sem koma í kjölfarið. Hanna Birna er bara peð í lekamálinu sýnist mér. Þar eru aðrir gerendur og sumir sem enn hefur ekki verið minnst á. Þetta mál er allt hið undarlegasta og margir þættir þar sem koma sennilega aldrei fyrir sjónir almennings, en trú fólksins í landinu á óspillt og sanngjarnt dómsvald mun bíða mikinn hnekki á árinu í framhaldi af þessu máli. Bjarni Ben veit ekki sitt rjúkandi ráð, reynir eins og mögulegt er að tefja að listinn frá skattaparadísunum komi fram í dagsljósið, en í lok ársins fá menn að líta hann augum. Þar verður ýmislegt að sjá sem engan úr röðum almennings hefði órað fyrir að væri til. Bjarni er líka í vandræðum í ríkisstjórninni þar sem hver höndin er upp á móti annarri þótt reynt sé að láta allt líta vel út. Stjórnmálamennirnir sem við eigum eru ekki til þess fallnir að ráða fram úr vandamálum sem upp koma. Landið er stjórnlaust, en verður enn stjórnlausara þegar á árið líður. Sigmund Davíð er best að tala sem minnst um, enda maðurinn vægast sagt óútreiknanlegur og mun það ekki breytast til batnaðar á árinu. Vigdís Hauks heldur áfram á sömu braut. Hún hneykslar marga með tali sínu og finnst mörgum hún hafa annan veruleika en samferðamennirnir. Hún mun á næsta þingi bera upp mál sem hún leggur ofurkapp á að koma til framkvæmda. Það er einhver nýr skattur á bændur, sem henni mun finnast borga heldur litla skatta. Hún mun njóta dyggra stuðningsmanna úr stjórnarandstöðu, en ekki frá sínu fólki þannig að það verður barningur hjá henni á árinu. Guðlaugur Þór verður ekki mikið í sviðsljósinu, ég held að hann verði ekki vel frískur, það er eitthvert orkuleysi yfir honum. Hann er að fást við hluti sem hann hefur ekki mikinn áhuga á. Birgitta Jóns mun eiga mjög gott ár og það besta á þingi til þessa. Hún er mjög vaxandi stjórnmálamaður og í næstu ríkisstjórn verður hún ráðherra. Ragnheiður Ríkharðs á ekki alltaf upp á pallborðið hjá sínum flokkssystkinum á árinu. Hún er hrein og bein og laus að mestu við spillinguna sem er svo allt of mikil. Hún hættir í pólitík eftir þetta kjörtímabil og snýr sér að allt öðrum málum. Kristján Júlíusson mun koma með útspil sem stillir læknadeiluna tímabundið, en það er bara frekar aumur plástur sem rifnar áður en árið er liðið. Heilbrigðiskerfið riðar til falls á árinu. Þar vantar sárlega peninga bæði í launakostnað og annan rekstur. Í lok ársins verður talað um að ráða indverska lækna á Landspítalann. Það mun gerast og er almenningur ekki ánægður með þau málalok hvað þá læknastéttin íslenska. Ragnheiður Elín stendur í ströngu með náttúrupassann á árinu. Þetta sem átti að verða ferðamannaskattur í augum almennings verður á endanum nefskattur. Sem sagt, Íslendingar borga fyrir aðgengi útlendinga og annarra ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Upp kemur hugmynd um að auðjöfrar víða um heim taki eina og eina náttúruperlu í fóstur, en það kemst ekki til framkvæmda á þessu ári en verður vísir að aðgerðum seinna.Stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan er afar máttlaus, helst að heyrist í Steingrími, Katrínu Jakobs og Árna Páli. Árni Páll á reyndar mjög erfitt ár fram undan. Hann er í einhvers konar kreppu með líf sitt. Vil ekki segja neitt meira um það.Forsetahjónin Á Bessastöðum verður fremur tíðindalítið. Forsetinn sinnir sínum málum en hefur óvenju hægt um sig. Dorrit sést aldrei en samt er sagt að þau séu hjón. Seinni part ársins kemur eitt af mikilmennum heimsins í opinbera heimsókn, Persóna sem ekki hefur áður stigið á íslenska grund.Stjörnur landsliðsins skína skært.ÍþróttirFótbolti Fótboltakonur og -menn gera garðinn frægan erlendis á árinu. Karlaliðið stendur sig mun betur en kvennaliðið, þar skína skærast stjörnur eins og Kolbeinn Sigþórs, Gylfi Þór og Aron Einar, sem verður reyndar faðir á árinu. Hann eignast stúlku sýnist mér og gengur það allt eins og í sögu. Kvennaliðið okkar í fótbolta finnur illa taktinn þegar mest þarf á honum að halda, þar eru líka lykilmanneskjur sem meiðast sumar illa.Handbolti Handboltadrengirnir okkar komast nánast á verðlaunapall erlendis, ég gæti trúað að bráðabani færði þeim tapið. Björgvin Páll verður frægari og eftirsóttari en nokkru sinni fyrr á árinu og má segja að honum standi allar dyr opnar. Handboltastúlkurnar standa sig einnig vel. Þar verður mikil endurnýjun og nýliðarnir koma óvenju sterkir inn. Þar sé ég tvær upprennandi boltastjörnur, en vil ekki fara nánar út í þá sálma. Gunnar Nelson kemur, sér og sigrar á árinu. Hann verður sem sagt langbestur. Hann mun vinna hvern bardagann á fætur öðrum. Anton Sveinn McKee æfir stíft og kemst á þau sundmót sem hann stefnir á. Hann stendur sig vel á árinu en er ekki kominn á toppinn fyrr en eftir tvö ár. Eygló Ósk verður sannkölluð sunddrottning á árinu. Hún vinnur verðlaunapening erlendis og er langt frá því komin á toppinn. Annie Mist mun komast á verðlaunapall á árinu, mér sýnist hún hampa silfri.Steindi fær gott tilboð erlendis frá.SjónvarpSteindi Jr þarf að gæta sín í einkalífinu. Hann gerir það gott út á við en einkalífinu þarf að hlúa að. Ég sé ýmis hættumerki kringum hann á árinu en held að hann taki mark á þeim og vinni sig út úr vandanum. Hann gerir marga góða hluti á árinu og fær m.a. gott tilboð erlendis frá. Auddi er líka orðinn dálítið þreyttur og fer mikill tími á árinu hjá honum að reyna að finna nýjan farveg. Mér finnst eins og hann sé mest að safna í sarpinn á árinu. Rikka heldur áfram að vera hamingjusöm með Skúla Mogensen. Reyndar tengist hamingjan dálítið sviðsljósinu. Í lok árs tilkynna þau að barn sé væntanlegt. Þorbjörn Þórðarson sjónvarpsmaður á erfitt ár fram undan. Hann er í tilvistarkreppu sem hann verður að horfast í augu við. Hann mun breyta um lífsstíl á miðju ári sem verður honum til góðs. Hann kynnist einnig konu sem hann er mun bættari með að hafa sér við hlið. Það er sannkallaður gimsteinn. Sveppi gerir það gott með nýjasta smellinum, en hann er á hálum ís með sjálfan sig. Það er mikil bleyta og vosbúð kringum hann. Hann mun breyta um lífsstíl á árinu. Þar með er Sveppatímanum lokið og við tekur annar og mun betri tími Sverris Þórs. Logi Bergmann verður á svipuðum stað nánast út árið. Hann á þó í einhverjum hjónabandserfiðleikum. Hjá honum og Svanhildi er mesti funinn farinn að kulna. Ég sé breytingar hjá honum með haustinu. Einnig mun hann skrifa bók sem á eftir að seljast vel og mörgum mun þykja lesningin áhugaverð. Ragnhildur Steinunn vinnur áfram hjá sjónvarpinu. Hana langar að breyta til en gerir það ekki á þessu ári. En hún leggur drög að nýjum áherslum fyrir framtíðina. Þar sé ég nám í fjarlægu landi. Námið tengist listum og menningu. Hún hefur oft verið hamingjusamari en þetta ár. Ekkert eitt sérstakt er þó að. Hún vill bara söðla um.Jón Óttar og Margrét setja á fót fyrirtæki sem höfðar til heilsu landans.Fólk í fjölmiðlumNýi útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarson á eftir að skera mun meira niður en hann sjálfur veit enn. Honum er svo þröngur stakkur sniðinn að við köfnun liggur. Hann reynir hvað hann getur að leysa sín verefni vel en hann er í mjög erfiðri stöðu. Gísli Marteinn verður mest bak við tjöldin. Þar kemst hann í ágætishlutverk og mun ekki heyrast mikið í honum hér eftir. Hann verður þó með einn sjónvarpsþátt sem nýtur ekki mikils áhorfs. Jón Óttar Ragnarsson lætur meira að sér kveða nú en áður og hann, ásamt Margréti, kemur með nýjar hugmyndir inn í heilsugeirann. Ekki held ég að hann fari í samkeppni við Jónínu Ben en þau Margrét setja á fót fyrirtæki sem höfðar til heilsu landans. Það mun ganga vel og verður lífseigt. Marta María er orðin leið á að vera með Smartland. Hana langar að róa á önnur mið en kann illa áralagið. Mér sýnist hún fara að mennta sig á árinu og um mitt ár á hún von á barni. Linda P er niðurbrotin eftir skipbrotið með Baðhúsið. Hún á erfitt ár fram undan, en finnur sinn farveg. Á tímabili er hún í hættu vegna Bakkusar, en spyrnir við fótum og notar orkuna á uppbyggjandi hátt. Hún setur á stofn fyrirtæki mun smærra í sniðum en Baðhúsið, það er samt á svipaðri línu. Ásdís Rán kemur fersk inn sem aldrei fyrr á nýju ári. Hún mun leika í vinsælli auglýsingu og einnig í kvikmynd sem gerist að hluta annars staðar en á Íslandi.Baltasar nýtir eldgosið í nýrri mynd.LeiklistMaría Birta er hamingjusamlega gift eins og alþjóð veit. Hún mun eiga von á sínu fyrsta barni í lok árs. Hún leikur í vinsælli þáttaröð fyrir sjónvarp á árinu. Baltasar Kormákur ber eins og endranær höfuð og herðar yfir íslenskar stjörnur og þótt víðar væri leitað. Hann gerir stóran samning um að leikstýra kvikmynd sem verður að stórum hluta tekin hér á landi. Þar nýtir hann m.a. eldgosið. Í sambandi við þessa mynd koma margar frægar stjörnur til landsins, en ég vil ekki nefna nein nöfn. Margar þessara stjarna hafa aldrei komið til Íslands í eigin persónu, en við höfum séð þær á hvíta tjaldinu. Hann heldur einnig áfram með sjónvarpsseríuna til vors, ég held að hann verði búinn með það verkefni í júlí. Það verður vinsæl þáttaröð sem hann á eftir að selja út um heim.Það verða einnig tekin hér brot úr tveim stórmyndum sem framleiddar verða í Hollywood. Ólafur Darri mun leika í Hollywood-stórmynd sem tekin verður upp að hluta á Íslandi. Hans stjarna skín býsna skært á árinu. Hann gerir samning við kvikmyndafyrirtæki vestanhafs sem er með betri samningum sem íslenskur leikari hefur nokkurn tímann gert. Sigurjón Sighvatsson kemur einnig inn í íslenskt atvinnulíf á þessu ári. Hann langar að flytja alveg heim með sína fjölskyldu og gerir alvöru úr því að hluta. Má segja að hann búi á tveimur stöðum næstu ár. Hera Hilmarsdóttir leikkona hlýtur eftirsóttan titil í Evrópu snemma á árinu. Hennar bíða mörg óvænt og spennandi tækifæri. Sú stúlka á eftir að ná einna lengst íslenskra leikara. Á árinu leikur hún aðalhlutverk í vinsælli sjónvarpsþáttaröð og einnig stórt hlutverk í kvikmynd sem á eftir að sópa til sín verðlaunum. Saga Garðarsdóttir var snögg upp á stjörnuhimininn en ekki eins fljót niður. Hún mun eiga gott ár í vændum með mun fleiri verkefni en hún getur annað. Ég er hrædd um að hún þurfi að passa sig á að brenna ekki upp of snemma. Hún hefur allt of mikið að gera, en er ung og frísk og full af orku. Ari Matthíasson gerir margar breytingar á rekstri og umfangi Þjóðleikhússins. Verður það almannarómur að honum takist vel bæði með val á leikverkum, mannaráðningar og annan rekstur. Hann mætti kalla sigurvegara ársins í rekstri. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fær stórhlutverk í Ameríku. Hann lætur einnig til sín taka í baráttu námsmanna erlendis fyrir bættum hag. Hann er í farsælu sambandi sem endist nokkuð lengi. Mér sýnist hann eiga von á barni undir lok ársins.OMAM toppa sig á nýju ári.Tónlist Of Monsters and Men gerir enn garðinn frægari. Nú eru þau að túra í Ástralíu og Asíu. Árið verður happasælt og viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og ekki mikill frítími. Ég held að þetta verði toppárið hjá þeim. Það verða mannabreytingar hjá þeim seinni hluta ársins. Þær breytingar verða erfiðar fyrir sveitina. Ásgeir Trausti og Uniimog gera það gott. Tónleikar verða margir, bæði hér á landi og erlendis. Ég sé þá mest í Evrópu. Þetta eru piltar sem kraftur er í og ekki vantar þá tónlistarhæfileikana og hugmyndaflugið. Árið er byrjun á löngum og farsælum ferli hjá þeim. Björk Guðmundsdóttir hefur sig ekki mikið í frammi á árinu. Hún er þó að vinna að ýmsum verkefnum sem líta dagsins ljós seinna. Hún er óþrjótandi í að finna upp eitthvað nýtt og öðruvísi. Í næsta verkefni notar hún tölvutæknina óspart. Hennar stjarna skín skært og mun skína lengi enn. Bubbi Morthens gefur út lagasafn á árinu og mun koma víða fram á tónleikum. Hann er hamingjusamur í sínu einkalífi en gæti þegið að hafa meiri fjárráð. Hann eignast barn á árinu, dreng. Það er síðasta barn þeirra hjóna. Jón Jónsson hefur mikið að gera, hann fer í tónleikaferð um Evrópu, mér sýnist hann spila á Hróarskeldu ásamt fleiri stöðum. Hann verður störfum hlaðinn allt árið. Það er ákaflega jákvæð orka kringum hann allt árið. Friðrik Dór er alls ekki kominn á toppinn enn þá en hann er á leiðinni og mun taka stór skref í þá átt á árinu. Hann semur lag sem verður stórsmellur. Ég sé líka sambönd sem hann kemst í í Ameríku á árinu. Það á eftir að færa honum bæði fé, frægð og enn meiri frama. Þórunn Antonía verður ófrísk í annað sinn á árinu og eignast dreng. Það verður mikil hamingja hjá þeim Hjalta með drenginn. Hún heldur samt áfram að syngja en í mun minni mæli þar sem tíminn fer í annað. Hún mun semja tónlist sem kemur fram síðar. Í kringum þessa stúlku er allt á uppleið, hennar hæfileikar eru alltaf að koma betur og betur í ljós. Hún tekur líka þátt í þróunarstarfi í sambandi við munaðarlaus börn á árinu. Það á eftir að verða stórt og mikið verkefni til frambúðar. SamantektEr ég lít yfir vettvanginn í lok ársins 2015 er ég ánægð með margt. Atvinnuleysi hefur minnkað svo um munar. Veðráttan er okkur líka hliðholl og margir Íslendingar hafa gert garðinn frægan. En það versta er að heilbrigðiskerfið okkar, sem var svo gott, er nú nánast hrunið. Spilling í stjórnsýslunni er alltof mikil. Stjórnmálamenn hafa ekki traust almennings. Fjármálamennirnir ráða alltof miklu. Skólakerfið er svelt. Ungmenni í vanda fá enga úrlausn. Ég er hrædd um að það verði kosningar með haustinu. Það leysir engan vanda meðan ekki fást betri einstaklingar inn á Alþingi Íslendinga en raun ber vitni. En árið kveður með hægu veðri þar sem við skjótum upp flugeldum í heiðskíran himinn sem aldrei fyrr. Nóbelsverðlaun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Árið sem nú fer í hönd mun verða á margan hátt sérkennilegt fyrir land og þjóð. Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og almenningur botnar ekki í mörgu því sem afráðið er í stjórnsýslunni. Áframhaldandi órói á vinnumarkaði setur mikinn svip á fyrri hluta árs, en með vorinu tekst að lægja þær öldur, en það er aðeins skammtímaráðstöfun. Húsnæðismál verða ofarlega á baugi og sýnist mér að þar muni koma nokkur lausn. Eitthvað er þó erfitt að breyta kerfinu, sé ég Íbúðalánasjóð og ráðamenn þar helsta dragbítinn á breytingar. Á Alþingi verður vandræðaástand svo ekki sé meira sagt. Það liggur nærri stjórnarslitum undir sumar. Ráðherraskipti verða og ekki til bóta. Veðurfar verður okkur hagstætt, að vísu er marsmánuður erfiður sérstaklega um vestanvert landið, en hvergi verður mjög mikill snjór. Janúar og febrúar verða með besta móti um allt land. Vorið kemur snemma og munu Norðlendingar fá eitt það besta vor sem elstu menn muna. Sumarið verður rysjótt og úrkomusamt einkum sunnan- og suðaustanlands. Í heild verður árið hlýtt og gróður dafnar sem aldrei fyrr.ÞjóðmálinSlysfarir og líkamsárásir Slysfarir á árinu verða langt undir meðallagi, en ryskingar og meiðsl manna á milli alltof margar. Ég sé tvær hrottalegar líkamsárásir, aðra á höfuðborgarsvæðinu, hina austanlands, sem báðar eiga eftir að kosta mannslíf.Eldgos Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram nánast allt næsta ár. Það verður einnig annað gos ekki langt frá sem myndar flóð. Ég er ekki að segja að gjósi í Bárðarbungu heldur fyrir vestan núverandi gos. Ekki held ég að þetta valdi mjög miklum skaða en mannvirki verða í hættu um tíma. Lífríkið í kringum eldgosið mun þó verða fyrir tjóni, en ekki óbætanlegu.Sjávarútvegurinn Sjávarútvegurinn blómstrar á árinu og veiðist meira en mörg undanfarin ár af þekktu sjávarfangi. Einnig er ný tegund á ferð sem hefur lítið veiðst hér fyrr en nú. Menn tala um að þar sé hlýnun sjávar að þakka. Þetta hefur gott í för með sér fyrir þjóðarbúið að sjálfsögðu og mun ekki af veita, þar sem þensla eykst, ekki síst vegna skuldaniðurfellingar sem virðist fara að miklu leyti í eyðslu hjá landanum.Landsbyggðin Mörg minni byggðarlög víðs vegar um landið munu eiga betri tíma á þessu ári en lengi hefur verið. Mér sýnist eitthvert inngrip frá stjórnvöldum koma þar sem hefur þau áhrif að ungt, menntað og kraftmikið fólk getur hugsað sér að setjast að á áður fámennum stöðum. En við missum marga frábæra einstaklinga úr landi því miður og langt því frá að þeirri þróun verði snúið við á árinu.Peningamál Peningamál þjóðarinnar verða mjög í brennidepli mest allt árið. „Listinn“ góði kemur fyrir sjónir almennings seint á árinu eftir mikið japl, jaml og fuður. Þar kemur margt í ljós sem engan hefði órað fyrir að væri til.Lekamálið Lekamálið verður lengi árs til umræðu. Má þar segja að ekkert er sem sýnist. Það verður aðeins byrjað að hreinsa til á árinu en betur má ef duga skal. Það eru alls staðar maðkar í mysunni.Stjórnkerfið Stjórnkerfið allt þarfnast uppskurðar. Það er ekkert áhlaupaverk þar sem margir sem hagsmuna eiga að gæta standa fast á bremsunni og gæta þess vel að halda sínu.Rússneski björninn mun láta til sín taka svo um munar.HeimsmálinEvrópa Evrópa verður á suðupunkti austan til og því miður sýnist mér að ríki verði innlimuð og mikil grimmd ríkjandi. Rússneski björninn mun láta til sín taka svo um munar. Það er líka erfitt ástand bæði í Tyrklandi og Grikklandi á árinu. Evrópusambandið mun gliðna í sundur á árinu. Mikil umræða verður um evruna. Hennar endalok byrja á árinu.Norðurlönd Á Norðurlöndum verða geysimiklar breytingar í stjórnmálum. Það byrjar í Svíþjóð en sú bylgja fer um Skandinavíu alla. Ég sé hryðjuverk í Noregi um mitt ár, þar verður manntjón. Grænlendingar eiga gott ár. Þar finnast verðmæti í jörðu sem gefa mikla von um bættan hag. Þar koma Kínverjar við sögu, en þeir eiga eftir að láta mjög til sín taka í heiminum á árinu 2015.Austurlönd Í Austurlöndum nær er áframhaldandi stríðsástand sem magnast heldur á árinu. Mikið verður um blóðsúthellingar í Sýrlandi sérstaklega. Á Indlandi verður uppreisn sem verður brotin á bak aftur, en er samt byrjun á löngu frelsisstríði þar. Malala hefur mikil áhrif um allan heim og hennar Nóbelsverðlaun. Í Pakistan vex upp öflug kvennahreyfing sem krefst menntunar fyrir konur. Þar gerist margt gott á næstu árum. Ástrala vantar fleira fólk til starfa og mun mörgu menntafólki héðan bjóðast góð kjör í álfunni. Ég sé kennara líta þangað hýru auga, einnig verkfræðinga og sjómenn. Í Ástralíu verður mjög gott ár. Þar byrjar nýtt skeið tækifæra sem byggir á áður óþekktri tækni.Afríka Í Afríku verður ástandið víða frekar bágt. Ebólan dafnar og breiðist reyndar út víða um heim, en bóluefni verður þróað á árinu, það verður fyrsta skrefið til þess að stöðva útbreiðsluna, en eiginleg útrýming verður ekki fyrr en mörgum árum seinna. Íslenskt fyrirtæki vinnur nánast kraftaverk undir lok ársins í mjög fátæku Afríkuríki. Þar er um vatnsbúskap að ræða. Má segja að Suður-Afríka eigi gott ár í vændum. Um miðbik Álfunnar finnst verðmætt jarðefni í meira mæli en menn hafa þorað að vona. Þetta er ekki óþekkt efni þannig að vinnsla þess fer strax í gang, en því miður njóta heimamenn lítils góðs af. Þar munu ríkir aðilar maka krókinn eins og svo sem oft hefur gerst áður.Norður- og Suður-Ameríka Í Suður-Ameríku verða miklar róstur. Í einu ríki verður valdhöfum steypt af stóli eftir blóðsúthellingar og uppreisnir. Frá Kúbu berast okkur einnig uppreisnarfréttir á árinu. Í N-Ameríku versnar hagur lágstéttarinnar jafnt og þétt. Þar verður veðurfar líka erfitt á árinu miklir kuldar og snjókoma í janúar og febrúar. Mér virðist bandarískt þjóðfélag eiga erfitt í heild og róstur miklar. Obama er ekki ofsæll af sinni stöðu. Hann tekur líka afdrifaríkar ákvarðanir á árinu í sambandi við heimsfriðinn. Ég óttast að stríð brjótist út í austanverðri Evrópu og gæti orðið að heimsstyrjöld. það verður auðvitað reynt að koma í veg fyrir það en ég efast um að það takist.Bjarni Ben reynir að tefja að listinn frá skattaparadísunum komi fram í dagsljósið.PólitíkinÍslensk pólitík hefur aldrei í manna minnum verið jafn rotin og leiðinleg og á árinu. Má segja að hver skari eld að sinni köku. Skiptir þá engu hvar í flokki menn standa. Hanna Birna vill bregða yfir sig huliðshjálmi mest allt árið og tekst það furðanlega, enda margir sem eiga hlut að máli í lekamálinu og þeim málum sem koma í kjölfarið. Hanna Birna er bara peð í lekamálinu sýnist mér. Þar eru aðrir gerendur og sumir sem enn hefur ekki verið minnst á. Þetta mál er allt hið undarlegasta og margir þættir þar sem koma sennilega aldrei fyrir sjónir almennings, en trú fólksins í landinu á óspillt og sanngjarnt dómsvald mun bíða mikinn hnekki á árinu í framhaldi af þessu máli. Bjarni Ben veit ekki sitt rjúkandi ráð, reynir eins og mögulegt er að tefja að listinn frá skattaparadísunum komi fram í dagsljósið, en í lok ársins fá menn að líta hann augum. Þar verður ýmislegt að sjá sem engan úr röðum almennings hefði órað fyrir að væri til. Bjarni er líka í vandræðum í ríkisstjórninni þar sem hver höndin er upp á móti annarri þótt reynt sé að láta allt líta vel út. Stjórnmálamennirnir sem við eigum eru ekki til þess fallnir að ráða fram úr vandamálum sem upp koma. Landið er stjórnlaust, en verður enn stjórnlausara þegar á árið líður. Sigmund Davíð er best að tala sem minnst um, enda maðurinn vægast sagt óútreiknanlegur og mun það ekki breytast til batnaðar á árinu. Vigdís Hauks heldur áfram á sömu braut. Hún hneykslar marga með tali sínu og finnst mörgum hún hafa annan veruleika en samferðamennirnir. Hún mun á næsta þingi bera upp mál sem hún leggur ofurkapp á að koma til framkvæmda. Það er einhver nýr skattur á bændur, sem henni mun finnast borga heldur litla skatta. Hún mun njóta dyggra stuðningsmanna úr stjórnarandstöðu, en ekki frá sínu fólki þannig að það verður barningur hjá henni á árinu. Guðlaugur Þór verður ekki mikið í sviðsljósinu, ég held að hann verði ekki vel frískur, það er eitthvert orkuleysi yfir honum. Hann er að fást við hluti sem hann hefur ekki mikinn áhuga á. Birgitta Jóns mun eiga mjög gott ár og það besta á þingi til þessa. Hún er mjög vaxandi stjórnmálamaður og í næstu ríkisstjórn verður hún ráðherra. Ragnheiður Ríkharðs á ekki alltaf upp á pallborðið hjá sínum flokkssystkinum á árinu. Hún er hrein og bein og laus að mestu við spillinguna sem er svo allt of mikil. Hún hættir í pólitík eftir þetta kjörtímabil og snýr sér að allt öðrum málum. Kristján Júlíusson mun koma með útspil sem stillir læknadeiluna tímabundið, en það er bara frekar aumur plástur sem rifnar áður en árið er liðið. Heilbrigðiskerfið riðar til falls á árinu. Þar vantar sárlega peninga bæði í launakostnað og annan rekstur. Í lok ársins verður talað um að ráða indverska lækna á Landspítalann. Það mun gerast og er almenningur ekki ánægður með þau málalok hvað þá læknastéttin íslenska. Ragnheiður Elín stendur í ströngu með náttúrupassann á árinu. Þetta sem átti að verða ferðamannaskattur í augum almennings verður á endanum nefskattur. Sem sagt, Íslendingar borga fyrir aðgengi útlendinga og annarra ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Upp kemur hugmynd um að auðjöfrar víða um heim taki eina og eina náttúruperlu í fóstur, en það kemst ekki til framkvæmda á þessu ári en verður vísir að aðgerðum seinna.Stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan er afar máttlaus, helst að heyrist í Steingrími, Katrínu Jakobs og Árna Páli. Árni Páll á reyndar mjög erfitt ár fram undan. Hann er í einhvers konar kreppu með líf sitt. Vil ekki segja neitt meira um það.Forsetahjónin Á Bessastöðum verður fremur tíðindalítið. Forsetinn sinnir sínum málum en hefur óvenju hægt um sig. Dorrit sést aldrei en samt er sagt að þau séu hjón. Seinni part ársins kemur eitt af mikilmennum heimsins í opinbera heimsókn, Persóna sem ekki hefur áður stigið á íslenska grund.Stjörnur landsliðsins skína skært.ÍþróttirFótbolti Fótboltakonur og -menn gera garðinn frægan erlendis á árinu. Karlaliðið stendur sig mun betur en kvennaliðið, þar skína skærast stjörnur eins og Kolbeinn Sigþórs, Gylfi Þór og Aron Einar, sem verður reyndar faðir á árinu. Hann eignast stúlku sýnist mér og gengur það allt eins og í sögu. Kvennaliðið okkar í fótbolta finnur illa taktinn þegar mest þarf á honum að halda, þar eru líka lykilmanneskjur sem meiðast sumar illa.Handbolti Handboltadrengirnir okkar komast nánast á verðlaunapall erlendis, ég gæti trúað að bráðabani færði þeim tapið. Björgvin Páll verður frægari og eftirsóttari en nokkru sinni fyrr á árinu og má segja að honum standi allar dyr opnar. Handboltastúlkurnar standa sig einnig vel. Þar verður mikil endurnýjun og nýliðarnir koma óvenju sterkir inn. Þar sé ég tvær upprennandi boltastjörnur, en vil ekki fara nánar út í þá sálma. Gunnar Nelson kemur, sér og sigrar á árinu. Hann verður sem sagt langbestur. Hann mun vinna hvern bardagann á fætur öðrum. Anton Sveinn McKee æfir stíft og kemst á þau sundmót sem hann stefnir á. Hann stendur sig vel á árinu en er ekki kominn á toppinn fyrr en eftir tvö ár. Eygló Ósk verður sannkölluð sunddrottning á árinu. Hún vinnur verðlaunapening erlendis og er langt frá því komin á toppinn. Annie Mist mun komast á verðlaunapall á árinu, mér sýnist hún hampa silfri.Steindi fær gott tilboð erlendis frá.SjónvarpSteindi Jr þarf að gæta sín í einkalífinu. Hann gerir það gott út á við en einkalífinu þarf að hlúa að. Ég sé ýmis hættumerki kringum hann á árinu en held að hann taki mark á þeim og vinni sig út úr vandanum. Hann gerir marga góða hluti á árinu og fær m.a. gott tilboð erlendis frá. Auddi er líka orðinn dálítið þreyttur og fer mikill tími á árinu hjá honum að reyna að finna nýjan farveg. Mér finnst eins og hann sé mest að safna í sarpinn á árinu. Rikka heldur áfram að vera hamingjusöm með Skúla Mogensen. Reyndar tengist hamingjan dálítið sviðsljósinu. Í lok árs tilkynna þau að barn sé væntanlegt. Þorbjörn Þórðarson sjónvarpsmaður á erfitt ár fram undan. Hann er í tilvistarkreppu sem hann verður að horfast í augu við. Hann mun breyta um lífsstíl á miðju ári sem verður honum til góðs. Hann kynnist einnig konu sem hann er mun bættari með að hafa sér við hlið. Það er sannkallaður gimsteinn. Sveppi gerir það gott með nýjasta smellinum, en hann er á hálum ís með sjálfan sig. Það er mikil bleyta og vosbúð kringum hann. Hann mun breyta um lífsstíl á árinu. Þar með er Sveppatímanum lokið og við tekur annar og mun betri tími Sverris Þórs. Logi Bergmann verður á svipuðum stað nánast út árið. Hann á þó í einhverjum hjónabandserfiðleikum. Hjá honum og Svanhildi er mesti funinn farinn að kulna. Ég sé breytingar hjá honum með haustinu. Einnig mun hann skrifa bók sem á eftir að seljast vel og mörgum mun þykja lesningin áhugaverð. Ragnhildur Steinunn vinnur áfram hjá sjónvarpinu. Hana langar að breyta til en gerir það ekki á þessu ári. En hún leggur drög að nýjum áherslum fyrir framtíðina. Þar sé ég nám í fjarlægu landi. Námið tengist listum og menningu. Hún hefur oft verið hamingjusamari en þetta ár. Ekkert eitt sérstakt er þó að. Hún vill bara söðla um.Jón Óttar og Margrét setja á fót fyrirtæki sem höfðar til heilsu landans.Fólk í fjölmiðlumNýi útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarson á eftir að skera mun meira niður en hann sjálfur veit enn. Honum er svo þröngur stakkur sniðinn að við köfnun liggur. Hann reynir hvað hann getur að leysa sín verefni vel en hann er í mjög erfiðri stöðu. Gísli Marteinn verður mest bak við tjöldin. Þar kemst hann í ágætishlutverk og mun ekki heyrast mikið í honum hér eftir. Hann verður þó með einn sjónvarpsþátt sem nýtur ekki mikils áhorfs. Jón Óttar Ragnarsson lætur meira að sér kveða nú en áður og hann, ásamt Margréti, kemur með nýjar hugmyndir inn í heilsugeirann. Ekki held ég að hann fari í samkeppni við Jónínu Ben en þau Margrét setja á fót fyrirtæki sem höfðar til heilsu landans. Það mun ganga vel og verður lífseigt. Marta María er orðin leið á að vera með Smartland. Hana langar að róa á önnur mið en kann illa áralagið. Mér sýnist hún fara að mennta sig á árinu og um mitt ár á hún von á barni. Linda P er niðurbrotin eftir skipbrotið með Baðhúsið. Hún á erfitt ár fram undan, en finnur sinn farveg. Á tímabili er hún í hættu vegna Bakkusar, en spyrnir við fótum og notar orkuna á uppbyggjandi hátt. Hún setur á stofn fyrirtæki mun smærra í sniðum en Baðhúsið, það er samt á svipaðri línu. Ásdís Rán kemur fersk inn sem aldrei fyrr á nýju ári. Hún mun leika í vinsælli auglýsingu og einnig í kvikmynd sem gerist að hluta annars staðar en á Íslandi.Baltasar nýtir eldgosið í nýrri mynd.LeiklistMaría Birta er hamingjusamlega gift eins og alþjóð veit. Hún mun eiga von á sínu fyrsta barni í lok árs. Hún leikur í vinsælli þáttaröð fyrir sjónvarp á árinu. Baltasar Kormákur ber eins og endranær höfuð og herðar yfir íslenskar stjörnur og þótt víðar væri leitað. Hann gerir stóran samning um að leikstýra kvikmynd sem verður að stórum hluta tekin hér á landi. Þar nýtir hann m.a. eldgosið. Í sambandi við þessa mynd koma margar frægar stjörnur til landsins, en ég vil ekki nefna nein nöfn. Margar þessara stjarna hafa aldrei komið til Íslands í eigin persónu, en við höfum séð þær á hvíta tjaldinu. Hann heldur einnig áfram með sjónvarpsseríuna til vors, ég held að hann verði búinn með það verkefni í júlí. Það verður vinsæl þáttaröð sem hann á eftir að selja út um heim.Það verða einnig tekin hér brot úr tveim stórmyndum sem framleiddar verða í Hollywood. Ólafur Darri mun leika í Hollywood-stórmynd sem tekin verður upp að hluta á Íslandi. Hans stjarna skín býsna skært á árinu. Hann gerir samning við kvikmyndafyrirtæki vestanhafs sem er með betri samningum sem íslenskur leikari hefur nokkurn tímann gert. Sigurjón Sighvatsson kemur einnig inn í íslenskt atvinnulíf á þessu ári. Hann langar að flytja alveg heim með sína fjölskyldu og gerir alvöru úr því að hluta. Má segja að hann búi á tveimur stöðum næstu ár. Hera Hilmarsdóttir leikkona hlýtur eftirsóttan titil í Evrópu snemma á árinu. Hennar bíða mörg óvænt og spennandi tækifæri. Sú stúlka á eftir að ná einna lengst íslenskra leikara. Á árinu leikur hún aðalhlutverk í vinsælli sjónvarpsþáttaröð og einnig stórt hlutverk í kvikmynd sem á eftir að sópa til sín verðlaunum. Saga Garðarsdóttir var snögg upp á stjörnuhimininn en ekki eins fljót niður. Hún mun eiga gott ár í vændum með mun fleiri verkefni en hún getur annað. Ég er hrædd um að hún þurfi að passa sig á að brenna ekki upp of snemma. Hún hefur allt of mikið að gera, en er ung og frísk og full af orku. Ari Matthíasson gerir margar breytingar á rekstri og umfangi Þjóðleikhússins. Verður það almannarómur að honum takist vel bæði með val á leikverkum, mannaráðningar og annan rekstur. Hann mætti kalla sigurvegara ársins í rekstri. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fær stórhlutverk í Ameríku. Hann lætur einnig til sín taka í baráttu námsmanna erlendis fyrir bættum hag. Hann er í farsælu sambandi sem endist nokkuð lengi. Mér sýnist hann eiga von á barni undir lok ársins.OMAM toppa sig á nýju ári.Tónlist Of Monsters and Men gerir enn garðinn frægari. Nú eru þau að túra í Ástralíu og Asíu. Árið verður happasælt og viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og ekki mikill frítími. Ég held að þetta verði toppárið hjá þeim. Það verða mannabreytingar hjá þeim seinni hluta ársins. Þær breytingar verða erfiðar fyrir sveitina. Ásgeir Trausti og Uniimog gera það gott. Tónleikar verða margir, bæði hér á landi og erlendis. Ég sé þá mest í Evrópu. Þetta eru piltar sem kraftur er í og ekki vantar þá tónlistarhæfileikana og hugmyndaflugið. Árið er byrjun á löngum og farsælum ferli hjá þeim. Björk Guðmundsdóttir hefur sig ekki mikið í frammi á árinu. Hún er þó að vinna að ýmsum verkefnum sem líta dagsins ljós seinna. Hún er óþrjótandi í að finna upp eitthvað nýtt og öðruvísi. Í næsta verkefni notar hún tölvutæknina óspart. Hennar stjarna skín skært og mun skína lengi enn. Bubbi Morthens gefur út lagasafn á árinu og mun koma víða fram á tónleikum. Hann er hamingjusamur í sínu einkalífi en gæti þegið að hafa meiri fjárráð. Hann eignast barn á árinu, dreng. Það er síðasta barn þeirra hjóna. Jón Jónsson hefur mikið að gera, hann fer í tónleikaferð um Evrópu, mér sýnist hann spila á Hróarskeldu ásamt fleiri stöðum. Hann verður störfum hlaðinn allt árið. Það er ákaflega jákvæð orka kringum hann allt árið. Friðrik Dór er alls ekki kominn á toppinn enn þá en hann er á leiðinni og mun taka stór skref í þá átt á árinu. Hann semur lag sem verður stórsmellur. Ég sé líka sambönd sem hann kemst í í Ameríku á árinu. Það á eftir að færa honum bæði fé, frægð og enn meiri frama. Þórunn Antonía verður ófrísk í annað sinn á árinu og eignast dreng. Það verður mikil hamingja hjá þeim Hjalta með drenginn. Hún heldur samt áfram að syngja en í mun minni mæli þar sem tíminn fer í annað. Hún mun semja tónlist sem kemur fram síðar. Í kringum þessa stúlku er allt á uppleið, hennar hæfileikar eru alltaf að koma betur og betur í ljós. Hún tekur líka þátt í þróunarstarfi í sambandi við munaðarlaus börn á árinu. Það á eftir að verða stórt og mikið verkefni til frambúðar. SamantektEr ég lít yfir vettvanginn í lok ársins 2015 er ég ánægð með margt. Atvinnuleysi hefur minnkað svo um munar. Veðráttan er okkur líka hliðholl og margir Íslendingar hafa gert garðinn frægan. En það versta er að heilbrigðiskerfið okkar, sem var svo gott, er nú nánast hrunið. Spilling í stjórnsýslunni er alltof mikil. Stjórnmálamenn hafa ekki traust almennings. Fjármálamennirnir ráða alltof miklu. Skólakerfið er svelt. Ungmenni í vanda fá enga úrlausn. Ég er hrædd um að það verði kosningar með haustinu. Það leysir engan vanda meðan ekki fást betri einstaklingar inn á Alþingi Íslendinga en raun ber vitni. En árið kveður með hægu veðri þar sem við skjótum upp flugeldum í heiðskíran himinn sem aldrei fyrr.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira