Vinnusmiðjur í anda Gerðar Helgadóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:00 Vísir/GVA „Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp