Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-verðlaunin sín. Vísir/getty Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann. Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann.
Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18
Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“