Þingmaður óttast um þjóðaröryggið Sigurjón M. Egilsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Erum við örugg á Íslandi? spyr þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Stórt er spurt. Nei, það erum við ekki, frekar en allt annað fólk. Mismikið þó. Minnihlutahópar kunna að vera í meiri hættu en við hin. Einkum og sér í lagi þegar alið er á andúð eða hatri gagnvart þeim. Ásmundur Friðriksson alþingismaður gerir sitt til að draga úr öryggi þeirra sem mest þarfnast öryggis vegna atburða í öðrum löndum. Það er ljótur leikur. Ásmundur Friðriksson vill vita hvort innanríkisráðuneyti eða lögregla muni grípa til ráðstafana til að vernda Íslendinga frá árásum ámóta þeim sem gerðar voru í Frakklandi. Það er góð spurning og þingmaðurinn mun væntanlega fylgja henni eftir. Það er annað sem Ásmundur vill, sem er nánast sniðið til þess að vekja ótta og andúð á fámennum hópi fólks. Hann vill að bakgrunnur þeirra, „…fimmtán hundruð múslima sem búa hér á landi verði kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Já, þingmanninum er mikið niðri fyrir. Hann setti gæsalappir um íslenskir múslimar, sem trúlegast á að lesast sem efasemd um þjóðernið. Skrif þingmannsins tóku að herðast. Hann segir: „Mér hefur ekki áður dottið í hug að spyrja slíkra spurninga því ég trúi alltaf á það góða í öllu fólki en það á ekki lengur við þegar öryggi þjóðarinnar er undir.“ Þetta eru stór orð og mikil alvara er að baki þeim. Ekki er sama hver talar. Hér er kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga sem talar. Því meira vægi eiga þessi ummæli, þessi skoðun, að hafa. Hann segir bókstaflega að nú sé tímabært að hætta að trúa á það góða í fólki þar sem öryggi þjóðarinnar er undir. Engum dylst að hann beinir þessu öllu gegn fámennum hópi fólks, fimmtán hundruð múslimum. Meiri bragur hefði verið á þingmanninum hefði hann tjáð sig um stöðu múslima á Íslandi, um stöðu fólks sem er fórnarlömb gjörða þeirra sem bera fyrir sig sömu trú og þetta fólk hefur. Nær væri fyrir þingmanninn að opna faðminn, bjóða hjálp í stað þess að auka enn á vanda og angist þeirra sem á afar ósanngjarnan hátt eru tengd við voðaverk, voðaverk sem fólkið sjálft lýsir andúð sinni á og getur ekki með nokkrum sanngjörnum hætti borið ábyrgð á. En er samt af sumum samborgurum sínum látið bera ábyrgðina, allavega hluta hennar. Umræðan verður að fara fram, segja margir, og oftast er það sagt, eða réttara sagt notað, sem skjöldur fyrir fordóma þess fólks sem þannig talar. Eigi umræðan eftir að fara fram og sé þörf á henni, byrjum þá á okkur sjálfum. Skoðum hvað við, meirihlutahópurinn, getum gert til að laga aðstæður þeirra sem verða daglega fyrir fordómum okkar sjálfra. Byrjum þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Erum við örugg á Íslandi? spyr þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Stórt er spurt. Nei, það erum við ekki, frekar en allt annað fólk. Mismikið þó. Minnihlutahópar kunna að vera í meiri hættu en við hin. Einkum og sér í lagi þegar alið er á andúð eða hatri gagnvart þeim. Ásmundur Friðriksson alþingismaður gerir sitt til að draga úr öryggi þeirra sem mest þarfnast öryggis vegna atburða í öðrum löndum. Það er ljótur leikur. Ásmundur Friðriksson vill vita hvort innanríkisráðuneyti eða lögregla muni grípa til ráðstafana til að vernda Íslendinga frá árásum ámóta þeim sem gerðar voru í Frakklandi. Það er góð spurning og þingmaðurinn mun væntanlega fylgja henni eftir. Það er annað sem Ásmundur vill, sem er nánast sniðið til þess að vekja ótta og andúð á fámennum hópi fólks. Hann vill að bakgrunnur þeirra, „…fimmtán hundruð múslima sem búa hér á landi verði kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Já, þingmanninum er mikið niðri fyrir. Hann setti gæsalappir um íslenskir múslimar, sem trúlegast á að lesast sem efasemd um þjóðernið. Skrif þingmannsins tóku að herðast. Hann segir: „Mér hefur ekki áður dottið í hug að spyrja slíkra spurninga því ég trúi alltaf á það góða í öllu fólki en það á ekki lengur við þegar öryggi þjóðarinnar er undir.“ Þetta eru stór orð og mikil alvara er að baki þeim. Ekki er sama hver talar. Hér er kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga sem talar. Því meira vægi eiga þessi ummæli, þessi skoðun, að hafa. Hann segir bókstaflega að nú sé tímabært að hætta að trúa á það góða í fólki þar sem öryggi þjóðarinnar er undir. Engum dylst að hann beinir þessu öllu gegn fámennum hópi fólks, fimmtán hundruð múslimum. Meiri bragur hefði verið á þingmanninum hefði hann tjáð sig um stöðu múslima á Íslandi, um stöðu fólks sem er fórnarlömb gjörða þeirra sem bera fyrir sig sömu trú og þetta fólk hefur. Nær væri fyrir þingmanninn að opna faðminn, bjóða hjálp í stað þess að auka enn á vanda og angist þeirra sem á afar ósanngjarnan hátt eru tengd við voðaverk, voðaverk sem fólkið sjálft lýsir andúð sinni á og getur ekki með nokkrum sanngjörnum hætti borið ábyrgð á. En er samt af sumum samborgurum sínum látið bera ábyrgðina, allavega hluta hennar. Umræðan verður að fara fram, segja margir, og oftast er það sagt, eða réttara sagt notað, sem skjöldur fyrir fordóma þess fólks sem þannig talar. Eigi umræðan eftir að fara fram og sé þörf á henni, byrjum þá á okkur sjálfum. Skoðum hvað við, meirihlutahópurinn, getum gert til að laga aðstæður þeirra sem verða daglega fyrir fordómum okkar sjálfra. Byrjum þar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun