Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. október 2025 07:48 Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvenær valdir þú síðast veitingastað erlendis án þess að láta álit annarra á netinu ráða för? Hvenær lagðir þú síðast símanúmer á minnið eða prófaðir að rata án þess að nota símann? Á rauðu ljósi í umferðinni, þegar að við hægjum okkur á salerninu, í bíó, við matarborðið eða fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldunni… alltaf er síminn innan seilingar til þess að grípa, stela og halda athygli okkar. Erum við sátt við þann ómeðvitaða samfélagssáttmála að það þurfi að vera hægt að ná í okkur öll, öllum stundum, alltaf, allan daginn? Er það rétt nálgun að líta þannig á að það sé dónaskapur að svara ekki strax? Hvað er til ráða og hvernig myndum við sem samfélag vilja sjá leikreglurnar á netinu? Nýtum tímann frekar en að drepa hann! Það er fyrir löngu kominn tími til þess að við færum valdið í hendur okkar notenda. Setjum okkur mörk og nýtum tækin á okkar forsendum en ekki tæknifyrirtækjanna sem að hagnast á athygli okkar. Hérna koma nokkur góð ráð til að hafa í huga, listinn er ekki tæmandi og eitt virkar ekki fyrir okkur öll en mögulega er hér eitthvað til þess að valdefla þig. Stillum símann á „Do Not Disturb“ þegar við viljum fá að vera í friði. Það má líka skilja símann eftir heima af og til. Nýtum svefnstillinguna (e. Sleep Mode) því góður svefn er mikilvægari en tilkynningarnar. Með App Limits getum við sett okkur raunhæf mörk með það að markmiði að gleyma okkur ekki í heilalausu skrolli og skruni. Slökkvum á ónauðsynlegum tilkynningum. Höfum bara kveikt á því sem skiptir okkur máli. Prófaðu að slökkva á þeim öllum og gefa síðan meðvitað leyfi fyrir þeim tilkynningum sem þú saknar. Taktu hljóðið af öllum tilkynningum. Þær trufla bæði þig og aðra. Veldu vel hvaða tilkynningar fá að birtast á skjánum á meðan að úrið eða síminn er læst/ur (ef einhverjar). Þessar tilkynningar grípa athygli okkar meðan að síminn liggur á borðinu fyrir framan okkur. Skoðum „Screen Time“og veltum fyrir okkur hvort við við séum að nýta tímann okkar vel. Færum öppin sem freista mest úr augsýn, eins og samfélagmiðla og leiki. Við smellum oft ómeðvitað á sama stað á skjánum. Setjum gagnleg öpp á opnunarsíðuna í staðinn. Dæmi um gagnleg öpp: Notes, Maps, dagatalið, reiknivél, myndavél, vekjaraklukkan, frétta- og hlaðvarpsöpp, áminningar, Storytel, Dualingo, bankaöpp, ChatGPT o.fl. Dæmi um freistandi: Samfélagsmiðlar eins og t.d. Snapchat, Instagram, TikTok, Twitter (X), YouTube og Facebook. Leikir eins og t.d. Candy Crush, Roblox, Clash Royal og BrawlStars Forgangsröðum samskiptaleiðum svo við séum ekki að vakta alla miðla stöðugt allan daginn. Dæmi: Ef skilaboðin eru áríðandi þá sendum við SMS eða hringjum (leyfum þær tilkynningar) en slökkvum á samfélagsmiðlum og skoðum þá frekar á okkar eigin forsendum, þegar okkur hentar. Markmiðið er að vera meira meðvituð - þetta þarf ekki að vera fullkomið! Í stað þess stöðugt að draga úr okkur og öðrum með neikvæðri umræðu skulum við horfa á jákvæðan og uppbyggilegan hátt á það sem við getum gert til að líta upp og létta okkur lífið. Þetta er ekki okkar slagur við börnin okkar heldur þurfum við að vera meðvituð um að tækið sem við erum með stöðugt í höndunum er hannað til að stela og halda athygli okkar. Það eitt að vera meðvituð um það og taka síðan skref í átt að betri umgengni er stór sigur! Vegferðin byrjar hjá okkur sjálfum, verum góðar fyrirmyndir og aðstoðum þau sem þurfa aðstoð. Saman getum við skapað heilbrigðara samfélag á netinu! Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun