Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar 22. október 2025 09:01 Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig getum við sameinast, brugðist við og staðið saman í baráttunni fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna? Þetta er meginspurning fjórða ráðherrafundar femínískrar utanríkisstefnu, sem Frakkland stendur fyrir dagana 22.–23. október 2025. Á ráðstefnunni koma saman utanríkisráðherrar frá öllum heimshlutum, fulltrúar alþjóðastofnana, opinberra þróunar- og fjárfestingarbanka, auk fulltrúa borgaralegs samfélags, vísindaheimsins og góðgerðarsjóða. Frá árinu 2019 hefur Frakkland fylgt femínískri utanríkisstefnu, þar sem jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna eru sett í forgang í allri utanríkisstefnu landsins: á sviði friðar og öryggis, þróunar, lýðræðislegrar stjórnarhátta og mannúðaraðstoðar. Þetta eru ekki einungis markmið í orði heldur endurspeglast þau í raunhæfri stefnumótun og traustu samstarfi við alþjóðlega aðila. Frakkland og samstarfsaðilar þess starfa nú þegar að vernd réttinda kvenna og stúlkna Frakkland hefur gert jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna og stúlkna að stefnumarkandi þjóðaröryggismáli, til að byggja upp réttlát, friðsæl og sjálfbær samfélög.Rannsóknir sýna að þátttaka kvenna í friðarviðræðum eykur líkur á varanlegum samningum um 35%. Á sama hátt stuðla stefnumótandi aðgerðir sem taka jafnrétti alvarlega að betri árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, auknum hagvexti og meiri seiglu samfélaga. Þann 7. mars 2025 kynnti Frakkland sína alþjóðlegu femínísku utanríkisstefnu. Þar er áhersla lögð á vernd kynheilbrigðis og kynfrelsis. Frakkland hefur skilgreint ný forgangsverkefni þar sem jafnrétti kynjanna er í forgrunni við viðbrögð landsins við áskorunum samtímans — átökum og kreppum, loftslagsbreytingum, heilbrigðismálum, alþjóðlegum fjármálum, tækni og gervigreind. Frakkland leiðir nýstárleg verkefni Femínísk utanríkisstefna Frakklands hefur leitt til fjölda framúrskarandi verkefna. Þar má nefna FSOF – styrktarsjóð fyrir kvennasamtök, sem var stofnaður árið 2020 og hefur stutt yfir 1.400 samtök í 75 löndum.Annað dæmi er vettvangur fyrir réttindi kvenna á netinu, stofnaður árið 2024 – fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir samstarf og nýsköpun gegn kynbundnu ofbeldi í stafrænu umhverfi. Enn langt í mark Þrátt fyrir þessar framfarir er enn langt í mark. Samkvæmt UN Women mun það taka, á núverandi hraða, nærri 300 ár að ná fullu jafnrétti á heimsvísu.Kynbundið ofbeldi er að aukast : kynferðisofbeldi í tengslum við átök jókst um 50% á milli áranna 2022 og 2023. Enn í dag eru milljónir kvenna sviptar grundvallarrétti sínum til að ráða yfir eigin líkama: 193 milljónir hafa einungis aðgang að þungunarrofi ef líf þeirra er í hættu, og 142 milljónir hafa engan aðgang að slíku, við neinar aðstæður.Í löndum þar sem átök og kreppur hafa rofið samfélagsgerðina – eins og í Afganistan, Íran, Gaza, Úkraínu og Súdan – eru það fyrst og fremst réttindi kvenna sem verða fyrir barðinu. Alþjóðleg ráðstefna til að staðfesta sameiginlega baráttu Í alþjóðlegu samhengi þar sem fjármögnun jafnréttismála dregst saman og hreyfingar í andstöðu jafnréttis ná fótfestu, mun þessi fjórði ráðherrafundur femínískra utanríkisstefna endurnýja sameiginlega ákvörðun okkar um að verja og efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – án þess að sætta okkur við neina afturför.Saman munum við halda áfram baráttunni. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar