Hvað ætla þeir sér? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 16. janúar 2015 07:00 Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum?
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun