Árið 2014 er heitasta árið frá upphafi mælinga 1880 Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 00:01 Miklir hitar voru í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 1. júlí í sumar, þar sem þessi kona hafði þann starfa að standa úti á götuhorni með auglýsingaskilti. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira