Haltu kjafti og vertu sæt Jónas Sen skrifar 21. janúar 2015 13:30 "Músíkin kom nokkuð vel út. Túlkunin var kraftmikil og lifandi,“ segir í dómnum. Mynd/Úr einkasafni Tónlist Verk eftir Farrenc og Schubert í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 18. janúar. Konur sem sömdu tónlist þurftu lengi vel að þola mikla fordóma. Það þótti kannski allt í lagi að þær væru söngkonur eða hljóðfæraleikarar. En að öðru leyti áttu þær bara að vera sætar og halda kjafti. Kærasta Gustavs Mahler, Alma, var til dæmis tónskáld. Gustav tók hana tali við upphaf sambands þeirra, honum fannst ekki við hæfi að hún væri að fást við tónsmíðar vegna þess að HANN væri tónskáld! Það mætti ekki vera samkeppni á milli þeirra. Hún ætti fyrst og fremst að vera auðmjúk eiginkona. Skilyrði fyrir hjónabandi væri að hún léti tónsmíðarnar eiga sig. Kventónskáld á nítjándu öldinni tóku því stundum til bragðs að semja undir karlkyns dulnefni. Nokkrar tónsmíðar eftir Mendelssohn eru til dæmis alls ekki eftir hann, heldur eftir systur hans, sem hét Fanny. Hún notaði nafn bróður síns svo einhver vildi yfirleitt heyra tónlist hennar. Louise Farrenc (1804-1875) virðist hafa verið undantekning. Hún samdi ekki undir dulnefni eftir því sem ég best veit og naut samt nokkurrar virðingar á meðan hún lifði. En þegar hún lést féllu verk hennar þó í gleymsku. Ekki er það fyrr en nýverið, með auknum áhuga á tónlist liðinna kventónskálda, að rykið hefur verið dustað af tónsmíðum hennar. Eitt þeirra var flutt á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið. Þetta var kvintett fyrir píanó, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa op. 30. Flytjendur voru Gréta Guðnadóttir á fiðlu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu, Júlía Mogensen á selló, Þórir Jóhannsson á kontrabassa og Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó. Músíkin kom nokkuð vel út. Túlkunin var kraftmikil og lifandi. Maður dáðist sérstaklega að litríkum píanóleiknum, sem var afar lipur og óheftur. Víólu- og sellóleikurinn var líka fagmannlegur, sem og kontrabassaspilið, en fiðluleikurinn var dálítið ómarkviss á köflum. Hann var ekki alltaf hreinn. Svipaða sögu er að segja um hinn svokallaða Silungakvintett eftir Schubert, sem var leikinn eftir hlé. Fimmmenningarnir spiluðu af lífi og sál, en það dugði ekki alveg til að gera upplifunina ánægjulega. Ástæðan var fyrst og fremst fiðluleikarinn sem aftur spilaði býsna margar, áberandi feilnótur. Stundum var líka styrkleikajafnvægið á milli hljóðfæranna ekki sem skyldi. Undirleikur í píanóinu var þá of sterkur þegar aðalstefið var í höndunum á einhverjum öðrum. Hins vegar var píanóleikurinn í sjálfu sér flottur, og margt fallegt heyrðist frá sellóleikaranum og víóluleikaranum. Engu að síður var heildarmyndin ekki nógu góð; maður gat aldrei tapað sér í fegurð tónlistarinnar. Það var synd.Niðurstaða: Líflegt og kraftmikið en heldur mikið af feilnótum. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Verk eftir Farrenc og Schubert í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 18. janúar. Konur sem sömdu tónlist þurftu lengi vel að þola mikla fordóma. Það þótti kannski allt í lagi að þær væru söngkonur eða hljóðfæraleikarar. En að öðru leyti áttu þær bara að vera sætar og halda kjafti. Kærasta Gustavs Mahler, Alma, var til dæmis tónskáld. Gustav tók hana tali við upphaf sambands þeirra, honum fannst ekki við hæfi að hún væri að fást við tónsmíðar vegna þess að HANN væri tónskáld! Það mætti ekki vera samkeppni á milli þeirra. Hún ætti fyrst og fremst að vera auðmjúk eiginkona. Skilyrði fyrir hjónabandi væri að hún léti tónsmíðarnar eiga sig. Kventónskáld á nítjándu öldinni tóku því stundum til bragðs að semja undir karlkyns dulnefni. Nokkrar tónsmíðar eftir Mendelssohn eru til dæmis alls ekki eftir hann, heldur eftir systur hans, sem hét Fanny. Hún notaði nafn bróður síns svo einhver vildi yfirleitt heyra tónlist hennar. Louise Farrenc (1804-1875) virðist hafa verið undantekning. Hún samdi ekki undir dulnefni eftir því sem ég best veit og naut samt nokkurrar virðingar á meðan hún lifði. En þegar hún lést féllu verk hennar þó í gleymsku. Ekki er það fyrr en nýverið, með auknum áhuga á tónlist liðinna kventónskálda, að rykið hefur verið dustað af tónsmíðum hennar. Eitt þeirra var flutt á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið. Þetta var kvintett fyrir píanó, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa op. 30. Flytjendur voru Gréta Guðnadóttir á fiðlu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu, Júlía Mogensen á selló, Þórir Jóhannsson á kontrabassa og Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó. Músíkin kom nokkuð vel út. Túlkunin var kraftmikil og lifandi. Maður dáðist sérstaklega að litríkum píanóleiknum, sem var afar lipur og óheftur. Víólu- og sellóleikurinn var líka fagmannlegur, sem og kontrabassaspilið, en fiðluleikurinn var dálítið ómarkviss á köflum. Hann var ekki alltaf hreinn. Svipaða sögu er að segja um hinn svokallaða Silungakvintett eftir Schubert, sem var leikinn eftir hlé. Fimmmenningarnir spiluðu af lífi og sál, en það dugði ekki alveg til að gera upplifunina ánægjulega. Ástæðan var fyrst og fremst fiðluleikarinn sem aftur spilaði býsna margar, áberandi feilnótur. Stundum var líka styrkleikajafnvægið á milli hljóðfæranna ekki sem skyldi. Undirleikur í píanóinu var þá of sterkur þegar aðalstefið var í höndunum á einhverjum öðrum. Hins vegar var píanóleikurinn í sjálfu sér flottur, og margt fallegt heyrðist frá sellóleikaranum og víóluleikaranum. Engu að síður var heildarmyndin ekki nógu góð; maður gat aldrei tapað sér í fegurð tónlistarinnar. Það var synd.Niðurstaða: Líflegt og kraftmikið en heldur mikið af feilnótum.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira