Að ala á ótta! Sema Erla Serdar skrifar 21. janúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun