Lífið

Meira en 17 þúsund atkvæði komin í hús

Þau Saga Garðars og Sveppi á verðlaununum 2014 ásamt Sverri Bergmann
Þau Saga Garðars og Sveppi á verðlaununum 2014 ásamt Sverri Bergmann Vísir/Andri Marinó
„Kosningin hefur farið gríðarlega vel af stað. Þátttakan er mun betri en hún var í fyrra,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, verkefnastjóri Hlustendaverðlaunanna. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var atkvæðafjöldi kominn þó nokkuð yfir 17 þúsund en kosningunni lýkur formlega á Vísi á sunnudag.

Í fyrra voru Hlustendaverðlaunin sameinuð í fyrsta sinn og segir Jóhann það fyrirkomulag koma vel út. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM 957 og X-ið 977 standa á bak við verðlaunin. „Þetta tókst gríðarlega vel í fyrra. Það er mikið af þessari íslensku tónlist spiluð á öllum stöðvum, en ekki öll íslensk tónlist. Þegar stöðvarnar eru settar saman í ein verðlaun þá þarf að undirbúa kvöld sem höfðar til fjölbreyttari hóps,“ segir Jóhann.

Kynnar á hátíðinni verða þeir sömu og í fyrra, þau Sveppi og Saga Garðars. „Þau hafa ekki verið mikið að vinna saman sem kynnar en ætla að endurtaka leikinn.“ Meðal þeirra sem koma svo fram á hátíðinni eru Amabadama, Bubbi og Dimma og Gusgus og Fleiri munu svo bætast í hópinn. Hlustendaverðlaunin verða veitt í Gamla bíói þann 6. febrúar og verða þau sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×