Friðrik Ólafsson 80 ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 08:30 Friðrik Ólafsson vísir/gva Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning