Átakanleg átök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 08:00 Auðvitað stóð ég tárvot á gamlárskvöld og lofaði sjálfri mér bót og betrun. Betri umgengni við líkama og sál. Elska sjálfa mig svakalega mikið. Þetta er ekki flókið. Sofa meira. Taka vítamín. Lesa meira. Hreyfa mig. Vera bein í baki og gera grindarbotnsæfingar á hverjum degi. Beisik! Ég hef ekki staðið við eitt einasta loforð. Er þetta agaleysi? Kæruleysi? Eða er mér bara alveg sama? Er næsta skref að kaupa kött? Ég varð áhyggjufull og því mjög ánægð þegar ég vaknaði á laugardaginn klukkan fjögur eftir fjórtán tíma svefn og gat strikað eitt atriði af listanum. Ég komst í stuð. Reif upp eldhússkápana og ætlaði að gleypa öll þessi vítamín sem ég hef keypt í gegnum tíðina. En þau voru öll útrunnin. Fyrir svona tveimur árum. Ég fann aftur á móti lakkrískurl sem hafði ekki ratað í jólasmákökur og borðaði það. Nei, nú dríf ég mig í ræktina! Ég tók að gramsa í fataskápnum eftir ræktarfötunum en var allt í einu farin að máta gamlar gallabuxur og raða þeim fallega í skápinn enda ekki langt í að ég passi í þær. Ætla að vera svo dugleg í ræktinni. Æ, já. Ræktin. Sko! Þarna eru hlaupaskórnir. Svo beygði ég mig svo hratt niður að ég fékk aðsvif en það gerist stundum þegar maður borðar nammi í morgunmat. Ég skreið buguð aftur upp í rúm og ætlaði þá hið minnsta að næra andann. Þar sem ég teygði mig í bókina fékk ég skilaboð á Facebook. Viðbrögð mín voru líkt og leyndardómur lífsins leyndist í Facebook-skilaboðum og áður en ég vissi af sat ég eins og rækja við eldhúsborðið þar sem bjarminn af tölvuskjánum lýsti upp vítamínskortinn í munnvikunum. Með aumt bakið gafst ég upp fyrir athyglisbrestinum og bóhemísku hauglíferni (sem er einmitt nýr frasi). Ég hef þó gert grindarbotnsæfingar allan tímann sem ég skrifaði þessa þanka! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun
Auðvitað stóð ég tárvot á gamlárskvöld og lofaði sjálfri mér bót og betrun. Betri umgengni við líkama og sál. Elska sjálfa mig svakalega mikið. Þetta er ekki flókið. Sofa meira. Taka vítamín. Lesa meira. Hreyfa mig. Vera bein í baki og gera grindarbotnsæfingar á hverjum degi. Beisik! Ég hef ekki staðið við eitt einasta loforð. Er þetta agaleysi? Kæruleysi? Eða er mér bara alveg sama? Er næsta skref að kaupa kött? Ég varð áhyggjufull og því mjög ánægð þegar ég vaknaði á laugardaginn klukkan fjögur eftir fjórtán tíma svefn og gat strikað eitt atriði af listanum. Ég komst í stuð. Reif upp eldhússkápana og ætlaði að gleypa öll þessi vítamín sem ég hef keypt í gegnum tíðina. En þau voru öll útrunnin. Fyrir svona tveimur árum. Ég fann aftur á móti lakkrískurl sem hafði ekki ratað í jólasmákökur og borðaði það. Nei, nú dríf ég mig í ræktina! Ég tók að gramsa í fataskápnum eftir ræktarfötunum en var allt í einu farin að máta gamlar gallabuxur og raða þeim fallega í skápinn enda ekki langt í að ég passi í þær. Ætla að vera svo dugleg í ræktinni. Æ, já. Ræktin. Sko! Þarna eru hlaupaskórnir. Svo beygði ég mig svo hratt niður að ég fékk aðsvif en það gerist stundum þegar maður borðar nammi í morgunmat. Ég skreið buguð aftur upp í rúm og ætlaði þá hið minnsta að næra andann. Þar sem ég teygði mig í bókina fékk ég skilaboð á Facebook. Viðbrögð mín voru líkt og leyndardómur lífsins leyndist í Facebook-skilaboðum og áður en ég vissi af sat ég eins og rækja við eldhúsborðið þar sem bjarminn af tölvuskjánum lýsti upp vítamínskortinn í munnvikunum. Með aumt bakið gafst ég upp fyrir athyglisbrestinum og bóhemísku hauglíferni (sem er einmitt nýr frasi). Ég hef þó gert grindarbotnsæfingar allan tímann sem ég skrifaði þessa þanka!
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun