Vel spilað en dauft Jónas Sen skrifar 28. janúar 2015 13:00 Bryndís Halla „Tæknilega séð var leikurinn svo gott sem fullkominn,“ segir í dómnum. Tónlist Bach: Sellósvítur nr. 3, 4 og 5 Í flutningi Bryndísar Höllu Gylfadóttur Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 25. janúar Sellósvítur Bachs, sem Bryndís Halla Gylfadóttir flutti á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið, eru magnaðar tónsmíðar. Þó er vandasamt að flytja þær og ekkert annað á tónleikum. Þetta er innhverf, einmanaleg tónlist án nokkurs undirleiks. Það að aðeins einn sellóleikari spili getur því virkað einhæft, jafnvel fráhrindandi. Sellóið er vissulega dásamlegt hljóðfæri en það býr ekki yfir sömu breidd og píanó eða orgel. Þar af leiðandi reynir mikið á sellóleikarann. Hann þarf að geta galdrað fram svo margar ólíkar stemningar og litbrigði með tiltölulega fáum tólum. Ef það tekst ekki verður tónlistin leiðigjörn. Bach í heild sinni þótti reyndar lengi hundleiðinlegur. Hann naut virðingar á meðan hann lifði en eftir dauða hans féll hann í gleymsku. Rétt eins og Þyrnirós lá hann í dvala í hundrað ár. Sum verka hans voru hulin eyrum almennings enn þá lengur. Þannig var farið um sellósvíturnar, sem voru taldar þurrar og akademískar. Sá sem uppgötvaði svíturnar og kom þeim fram í dagsljósið var sellóleikarinn Pablo Casals, sem þá var þrettán ára. Hann var við nám í Barcelona. Pabbi hans var í heimsókn og var nýbúinn að kaupa handa honum selló í fullri stærð. Þeir fóru í göngutúr um borgina og rákust á fornbókabúð sem innihélt tónlistarnótur. Þar fundu þeir bók með svítunum. Pablo heillaðist strax af verkunum og hann fór að æfa þau baki brotnu. Það tók hann um áratug að melta tónlistina áður en hann dirfðist að flytja hana á tónleikum. En þá sló hún rækilega í gegn og er reglulega flutt á tónleikum enn þann dag í dag. Bryndís Halla hljómaði sjálf eins og hún væri búin að æfa svíturnar í áratug, svo örugg var hún. Hún lék þrjár svítur, nr. 3, 4 og 5. Tæknilega séð var leikurinn svo gott sem fullkominn. Bryndís er afburða hljóðfæraleikari. Tónarnir hennar voru mótaðir af kostgæfni, hljómurinn í sellóinu var dásamlega fagur og breiður. Samt komu svíturnar ekkert sérstaklega vel út. Þær voru jú frábærlega leiknar, en skáldskapurinn greip mann ekki. Hvað var að? Kannski var Bryndís bara ekki í sínu besta formi á tónleikunum. Hún byrjaði þó ágætlega; mesti sannfæringarkrafturinn var í fyrstu svítunni. En svo missti hún flugið. Tónlistin hljómaði einsleit, þrátt fyrir að hún samanstæði af ólíkum þáttum. Snerpuna vantaði, Bryndís var of mikið á sjálfsstýringunni. Almennt talað skorti innlifun og einlægni í músíkina. Það var lítill ferskleiki í henni. Þetta er synd, því eins og áður segir er Bryndís magnaður sellóleikari og einn af fremstu hljóðfæraleikurum landsins. Hún getur gert betur en þetta.Niðurstaða: Tæknilega fullkomið, en túlkunin missti marks. Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Bach: Sellósvítur nr. 3, 4 og 5 Í flutningi Bryndísar Höllu Gylfadóttur Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 25. janúar Sellósvítur Bachs, sem Bryndís Halla Gylfadóttir flutti á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið, eru magnaðar tónsmíðar. Þó er vandasamt að flytja þær og ekkert annað á tónleikum. Þetta er innhverf, einmanaleg tónlist án nokkurs undirleiks. Það að aðeins einn sellóleikari spili getur því virkað einhæft, jafnvel fráhrindandi. Sellóið er vissulega dásamlegt hljóðfæri en það býr ekki yfir sömu breidd og píanó eða orgel. Þar af leiðandi reynir mikið á sellóleikarann. Hann þarf að geta galdrað fram svo margar ólíkar stemningar og litbrigði með tiltölulega fáum tólum. Ef það tekst ekki verður tónlistin leiðigjörn. Bach í heild sinni þótti reyndar lengi hundleiðinlegur. Hann naut virðingar á meðan hann lifði en eftir dauða hans féll hann í gleymsku. Rétt eins og Þyrnirós lá hann í dvala í hundrað ár. Sum verka hans voru hulin eyrum almennings enn þá lengur. Þannig var farið um sellósvíturnar, sem voru taldar þurrar og akademískar. Sá sem uppgötvaði svíturnar og kom þeim fram í dagsljósið var sellóleikarinn Pablo Casals, sem þá var þrettán ára. Hann var við nám í Barcelona. Pabbi hans var í heimsókn og var nýbúinn að kaupa handa honum selló í fullri stærð. Þeir fóru í göngutúr um borgina og rákust á fornbókabúð sem innihélt tónlistarnótur. Þar fundu þeir bók með svítunum. Pablo heillaðist strax af verkunum og hann fór að æfa þau baki brotnu. Það tók hann um áratug að melta tónlistina áður en hann dirfðist að flytja hana á tónleikum. En þá sló hún rækilega í gegn og er reglulega flutt á tónleikum enn þann dag í dag. Bryndís Halla hljómaði sjálf eins og hún væri búin að æfa svíturnar í áratug, svo örugg var hún. Hún lék þrjár svítur, nr. 3, 4 og 5. Tæknilega séð var leikurinn svo gott sem fullkominn. Bryndís er afburða hljóðfæraleikari. Tónarnir hennar voru mótaðir af kostgæfni, hljómurinn í sellóinu var dásamlega fagur og breiður. Samt komu svíturnar ekkert sérstaklega vel út. Þær voru jú frábærlega leiknar, en skáldskapurinn greip mann ekki. Hvað var að? Kannski var Bryndís bara ekki í sínu besta formi á tónleikunum. Hún byrjaði þó ágætlega; mesti sannfæringarkrafturinn var í fyrstu svítunni. En svo missti hún flugið. Tónlistin hljómaði einsleit, þrátt fyrir að hún samanstæði af ólíkum þáttum. Snerpuna vantaði, Bryndís var of mikið á sjálfsstýringunni. Almennt talað skorti innlifun og einlægni í músíkina. Það var lítill ferskleiki í henni. Þetta er synd, því eins og áður segir er Bryndís magnaður sellóleikari og einn af fremstu hljóðfæraleikurum landsins. Hún getur gert betur en þetta.Niðurstaða: Tæknilega fullkomið, en túlkunin missti marks.
Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira