Lúxuskjötsúpa með sætum keimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 13:00 Ef laukurinn er svissaður áður en hann fer í súpuna breytist bragðið til hins betra. Vísir/Stefán „Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk. Lambakjöt Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk.
Lambakjöt Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira