Lúxuskjötsúpa með sætum keimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 13:00 Ef laukurinn er svissaður áður en hann fer í súpuna breytist bragðið til hins betra. Vísir/Stefán „Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk. Lambakjöt Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Það er þess virði að leggja vinnu í að þvo hráefnið í íslenska kjötsúpu, bæði kjötið og grænmetið,“ segir Íris Hera Norðfjörð hjá Kryddlegnum hjörtum við Hverfisgötu. Hún segir oft sag og blóð á kjötinu sem myndi endalausa froðu í pottinum þegar suðan er komin upp. Auk þess komi „falleg orka“ í grænmetið við þvottinn, þannig að það ljómi. „Ég nota meiri lauk en margir aðrir og svissa hann aðeins í olíu áður en hann fer í súpuna, þá breytist bragðið af honum úr hráabragði í sætan keim,“ segir hún og kveðst vilja hafa grænmetið það lítið soðið að hún finni aðeins fyrir því undir tönn. Íris Hera sýður ekki kartöflur, haframjöl eða hrísgrjón í kjötsúpu. „Það skapar gas í maganum ef hrein kolvetni og prótein eru soðin saman,“ segir hún til skýringar og bætir við: „Það er mikilvægt að raða mat rétt ofan í sig til að líða vel af honum og líka að blessa hann í huganum.“ Íslensk kjötsúpa 5 laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif smátt skorin olía ½ poki súpujurtir 2 l vatn 1 kg lambakjöt, bógur eða læri 2 msk. lambakjötskraftur ½ hvítkálshaus skorinn í bita 4 gulrætur skornar í bita 1 rófa meðalstór, skorin í bita Setjið olíuna í pott og gljáið laukinn og hvítlaukinn í henni. Fituhreinsið kjötið. Hellið vatninu yfir laukinn og setjið kjötið, súpujurtirnar og lambakraftinn í. Sjóðið kjötið í klukkutíma, takið það þá upp úr og skerið í bita, skellið því út í pottinn aftur, ásamt hvítkálinu, gulrótunum og rófunni og sjóðið í 20 mínútur til hálftíma. Bætið við lambakrafti og hvítum pipar eftir smekk.
Lambakjöt Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira