Sigurbjörgu líður betur - Fer til læknis á fimmtudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 06:30 Sigurbjörg hefur spilað mjög vel fyrir Fram. vísir/Valli Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn ÍBV á laugardaginn eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir að hún reyndi við skot að marki ÍBV meiddist hún á hné og þurfti að fara af velli. „Ég var í uppstökki í gær (fyrradag) og það kom snúningur eða slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á sunndaginn. Þegar blaðið ræddi við Sigurbjörgu í gær kvaðst hún hafa það ágætt en það væri vissulega vegna þess að engin áreynsla væri á hnénu. „Mér líður alveg bærilega en ég er líka bara frekar róleg og er að hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur ekki tilfinningu fyrir því hvort krossbandið sé slitið eins og óttast var. „Ég held í vonina um að þetta sé ekki eins alvarlegt og maður óttast. Ég vona bara að þetta sé ekki jafn alvarlegt og ég geti náð mér á skemmri tíma,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi, en hún fær ekki að vita hvað amar að fyrr en undir lok vikunnar. „Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtudaginn og vonandi myndatöku í kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu alvarlegt þetta er,“ segir Sigurbjörg við Fréttablaðið. Það er ljóst að hún verður ekki með Fram þegar liðið mætir HK næsta laugardag, en það yrði mikið áfall fyrir Safamýrarstúlkur að missa Sigurbjörgu í langvarandi meiðsli. Hún hefur verið besti leikmaður deildarinnar til þessa og var kjörin sá besti þegar fyrri helmingurinn deildarinnar var gerður upp fyrir áramót. Fyrir utan það að stýra leik Framliðsins hefur hún verið drjúg í markaskorun og er næstmarkahæst í liðinu með 72 mörk, aðeins fimm mörkum minna en ungstirnið Ragnheiður Júlíusdóttir. Fram er í öðru sæti Olís-deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Gróttu sem gerði óvænt jafntefli við Fylki um helgina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið. 2. febrúar 2015 08:00