Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi Skjóðan skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira