Þarf einnig annars konar læsi á 21. öld? Hrefna Sigurjónsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar