Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 13:30 Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Byggðamál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun