Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar 4. nóvember 2024 15:45 Heilsugæslur eru einn af burðarásum íslensks heilbrigðiskerfis og í flestum tilvikum fyrsti viðkomustaður einstaklinga sem takast á við heilsufarstengd vandamál. Vandamál heilsugæsluþjónustu hafa verið ítrekað til umræðu síðastliðin ár, og þá einkum er kemur að álagi, mönnun og löngum biðtíma eftir þjónustu. Þessi staða hefur svo þau áhrif að álag á aðrar stoðir kerfisins eykst, svo sem bráðamóttöku og aðrar deildir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. En hvað ef hluti lausnarinnar við álagi á heilsugæslur landsins er nú þegar til staðar ? Ljóst er að stór hluti þeirra sem leita til heilsugæslna gera slíkt vegna verkja og annarra stoðkerfiseinkenna. Gögn frá Bretlandi og Noregi benda til þess að um þriðjungur þeirra sem leita aðstoðar á heilsugæslum gera svo vegna stoðkerfiseinkenna. Ekki er til staðar tölfræði um algengi þessa hér á Íslandi en gera má ráð fyrir að sambærilegar áskoranir séu hér og í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt ársskýrslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru ríflega 440.000 heimsóknir/komur á heilsugæslustöðvar stofnunarinnar árið 2023. Miðað við hlutfall stoðkerfisvandamála í nágrannalöndum okkar og að teknu tilliti til fjölbreytileika þjónustunnar þá má ætla að komur vegna stoðkerfistengdra einkenna hafi verið á bilinu 100.00–110.000 á höfuðborgarsvæðinu einu saman, og því til viðbótar svipað hlutfall á landsbyggðinni. Hvaða lausnir eru til staðar? Lausnin er einföld og liggur í sterkari aðkomu fleiri heilbrigðisstétta sem fyrsta meðferðaraðila innan heilsugæslunnar og heilbrigðiskerfisins. Í tengslum við greiningu og ráðleggingar vegna stoðkerfiseinkenna er æskilegt að nýta með betri hætti sérfræðiþekkingu sjúkraþjálfara. Slík lausn myndi hafa fjölþætt áhrif á starfsemina. Biðtími sjúklinga myndi styttast, betri nýting væri á starfsfólki, læknar fengju aukið svigrúm til að nýta sérfræðiþekkingu sína í þjónustu við skjólstæðinga á sama tíma og gæði þjónustunnar væru tryggð. Þetta er m.a. hægt að gera með eftirfarandi hætti: Að styrkja mönnun og hlutverk sjúkraþjálfara innan heilsugæslukerfisins Að tryggja betra aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara án kröfu um tilvísun Þess má geta að mikill fjöldi beiðna í sjúkraþjálfun er skrifaður út á hverju ári og telja læknar að umfangið nemi 5 heilum stöðugildum heimilislækna. Myndu breytingar á fyrirkomulaginu því draga úr álagi á lækna og óljósu hlutverki þeirra þegar kemur að hliðvörslu í aðra heilbrigðisþjónustu, með tilvísanagerð og óþarfa pappírsvinnu. Heilsugæsluþjónusta er einn af mikilvægustu innviðum íslensks heilbrigðiskerfis og mikilvægt er að þegar lagðar eru tilbreytingar á kerfinu, sé það gert út frá rannsóknum og þekkingu. Nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Noregi benda til þess að með því að efla aðgengi og þjónustu sjúkraþjálfara á heilsugæslustöðvum, þá sé hægt að minnka álag á heimilislækna á sama tíma og öryggi og árangur þjónustunnar er tryggður. Rannsóknirnar sýndu aðsjúklingar með stoðkerfiseinkenni voru fljótari að ná bata með beinni þjónustu sjúkraþjálfara, lyfjanotkun minnkaði, myndgreiningum fækkaði og kostnaður drógst saman á sama tíma. Einnig voru mun færri sem þurftu að sækja sér endurtekna þjónustu vegna stoðkerfiseinkenna af þeim sem sóttu fyrst þjónustu sjúkraþjálfara samanborið við aðrar þjónustuleiðir eða eingöngu um 8% samanborið við 30%. Hefur þetta jákvæð áhrif á möguleika til atvinnuþátttöku og lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Hvernig stöndum við í dag? Á síðastliðnum árum hafa verið tekin jákvæð skref hvað varðar aðkomu sjúkraþjálfara að heilsugæslum. Með tilkomu „stoðkerfismóttakna“ gefst sjúklingum með stoðkerfisvandamál nú tækifæri til að hitta sjúkraþjálfara sem fyrsta meðferðaraðila. Hann tekur sögu, greinir og ráðleggur auk þess að hafa heimild til að skrifa beiðnir ef talið er að einstaklingur þurfi frekari meðferð vegna stoðkerfiseinkenna eða vísar í aðra viðeigandi þjónustu. Einnig sinna sjúkraþjálfarar á heilsugæslum sjúklingum þar sem uppáskrifuð meðferð er í formi hreyfingar undir merkjum „hreyfiseðils“. Enn er þó langt í land þegar horft er til mönnunar sjúkraþjálfara sem koma að greiningum og þjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Ekki er nema tæpt stöðugildi (85%) samanlagt á öllu höfuðborgarsvæðinu sem á að sinna stoðkerfisvandamálum, á meðan heildartilfelli þeirra sem leita til heilsugæslunar vegna stoðkerfiseinkenna eru áætluð á bilinu 100.000–110.000 miðað við árið 2023. Áskoranir kerfisins eru með þeim hætti að við höfum ekki efni á því að halda áfram á sömu braut. Lausnirnar eru til staðar. Við þurfum að styrkja aðkomu sjúkraþjálfara og annara heilbrigðisstétta að grunnhlutverki heilsugæslunar. Samhliða þurfum við að tryggja að þau verkefni sem heilbrigðisstarfsfólk sinnir séu að mestu í beinni þjónustu með hag sjúklinga að leiðarljósi í stað hliðvörslu og tilvísanagerð. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar má ætla að hlutfallslegum tilfellum vegna stoðkerfiseinkenna miðað við mannfjölda muni fjölga á komandi árum. Því er mikilvægt að leita allra leiða til að bæta þjónustu og létta á álagi á sama tíma og sérfræðiþekking hverrar stéttar er nýtt skjólstæðingum til hagsbóta. Sterk merki eru um að bætt aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara geti verið lykilskref í því að létta á álagi í heilbrigðiskerfinu, og ekki síst álagi á heimilislæka sem fá þá tækifæri til að nýta sérfræðiþekkingu sína til að sinna öðrum og fjölþættum læknisfræðilegum vandamálum. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera efling á þverfaglegu starfi innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Heilsugæslur eru einn af burðarásum íslensks heilbrigðiskerfis og í flestum tilvikum fyrsti viðkomustaður einstaklinga sem takast á við heilsufarstengd vandamál. Vandamál heilsugæsluþjónustu hafa verið ítrekað til umræðu síðastliðin ár, og þá einkum er kemur að álagi, mönnun og löngum biðtíma eftir þjónustu. Þessi staða hefur svo þau áhrif að álag á aðrar stoðir kerfisins eykst, svo sem bráðamóttöku og aðrar deildir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. En hvað ef hluti lausnarinnar við álagi á heilsugæslur landsins er nú þegar til staðar ? Ljóst er að stór hluti þeirra sem leita til heilsugæslna gera slíkt vegna verkja og annarra stoðkerfiseinkenna. Gögn frá Bretlandi og Noregi benda til þess að um þriðjungur þeirra sem leita aðstoðar á heilsugæslum gera svo vegna stoðkerfiseinkenna. Ekki er til staðar tölfræði um algengi þessa hér á Íslandi en gera má ráð fyrir að sambærilegar áskoranir séu hér og í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt ársskýrslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru ríflega 440.000 heimsóknir/komur á heilsugæslustöðvar stofnunarinnar árið 2023. Miðað við hlutfall stoðkerfisvandamála í nágrannalöndum okkar og að teknu tilliti til fjölbreytileika þjónustunnar þá má ætla að komur vegna stoðkerfistengdra einkenna hafi verið á bilinu 100.00–110.000 á höfuðborgarsvæðinu einu saman, og því til viðbótar svipað hlutfall á landsbyggðinni. Hvaða lausnir eru til staðar? Lausnin er einföld og liggur í sterkari aðkomu fleiri heilbrigðisstétta sem fyrsta meðferðaraðila innan heilsugæslunnar og heilbrigðiskerfisins. Í tengslum við greiningu og ráðleggingar vegna stoðkerfiseinkenna er æskilegt að nýta með betri hætti sérfræðiþekkingu sjúkraþjálfara. Slík lausn myndi hafa fjölþætt áhrif á starfsemina. Biðtími sjúklinga myndi styttast, betri nýting væri á starfsfólki, læknar fengju aukið svigrúm til að nýta sérfræðiþekkingu sína í þjónustu við skjólstæðinga á sama tíma og gæði þjónustunnar væru tryggð. Þetta er m.a. hægt að gera með eftirfarandi hætti: Að styrkja mönnun og hlutverk sjúkraþjálfara innan heilsugæslukerfisins Að tryggja betra aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara án kröfu um tilvísun Þess má geta að mikill fjöldi beiðna í sjúkraþjálfun er skrifaður út á hverju ári og telja læknar að umfangið nemi 5 heilum stöðugildum heimilislækna. Myndu breytingar á fyrirkomulaginu því draga úr álagi á lækna og óljósu hlutverki þeirra þegar kemur að hliðvörslu í aðra heilbrigðisþjónustu, með tilvísanagerð og óþarfa pappírsvinnu. Heilsugæsluþjónusta er einn af mikilvægustu innviðum íslensks heilbrigðiskerfis og mikilvægt er að þegar lagðar eru tilbreytingar á kerfinu, sé það gert út frá rannsóknum og þekkingu. Nýlegar rannsóknir frá Bretlandi og Noregi benda til þess að með því að efla aðgengi og þjónustu sjúkraþjálfara á heilsugæslustöðvum, þá sé hægt að minnka álag á heimilislækna á sama tíma og öryggi og árangur þjónustunnar er tryggður. Rannsóknirnar sýndu aðsjúklingar með stoðkerfiseinkenni voru fljótari að ná bata með beinni þjónustu sjúkraþjálfara, lyfjanotkun minnkaði, myndgreiningum fækkaði og kostnaður drógst saman á sama tíma. Einnig voru mun færri sem þurftu að sækja sér endurtekna þjónustu vegna stoðkerfiseinkenna af þeim sem sóttu fyrst þjónustu sjúkraþjálfara samanborið við aðrar þjónustuleiðir eða eingöngu um 8% samanborið við 30%. Hefur þetta jákvæð áhrif á möguleika til atvinnuþátttöku og lífsgæði fólks til skemmri og lengri tíma. Hvernig stöndum við í dag? Á síðastliðnum árum hafa verið tekin jákvæð skref hvað varðar aðkomu sjúkraþjálfara að heilsugæslum. Með tilkomu „stoðkerfismóttakna“ gefst sjúklingum með stoðkerfisvandamál nú tækifæri til að hitta sjúkraþjálfara sem fyrsta meðferðaraðila. Hann tekur sögu, greinir og ráðleggur auk þess að hafa heimild til að skrifa beiðnir ef talið er að einstaklingur þurfi frekari meðferð vegna stoðkerfiseinkenna eða vísar í aðra viðeigandi þjónustu. Einnig sinna sjúkraþjálfarar á heilsugæslum sjúklingum þar sem uppáskrifuð meðferð er í formi hreyfingar undir merkjum „hreyfiseðils“. Enn er þó langt í land þegar horft er til mönnunar sjúkraþjálfara sem koma að greiningum og þjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Ekki er nema tæpt stöðugildi (85%) samanlagt á öllu höfuðborgarsvæðinu sem á að sinna stoðkerfisvandamálum, á meðan heildartilfelli þeirra sem leita til heilsugæslunar vegna stoðkerfiseinkenna eru áætluð á bilinu 100.000–110.000 miðað við árið 2023. Áskoranir kerfisins eru með þeim hætti að við höfum ekki efni á því að halda áfram á sömu braut. Lausnirnar eru til staðar. Við þurfum að styrkja aðkomu sjúkraþjálfara og annara heilbrigðisstétta að grunnhlutverki heilsugæslunar. Samhliða þurfum við að tryggja að þau verkefni sem heilbrigðisstarfsfólk sinnir séu að mestu í beinni þjónustu með hag sjúklinga að leiðarljósi í stað hliðvörslu og tilvísanagerð. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar má ætla að hlutfallslegum tilfellum vegna stoðkerfiseinkenna miðað við mannfjölda muni fjölga á komandi árum. Því er mikilvægt að leita allra leiða til að bæta þjónustu og létta á álagi á sama tíma og sérfræðiþekking hverrar stéttar er nýtt skjólstæðingum til hagsbóta. Sterk merki eru um að bætt aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara geti verið lykilskref í því að létta á álagi í heilbrigðiskerfinu, og ekki síst álagi á heimilislæka sem fá þá tækifæri til að nýta sérfræðiþekkingu sína til að sinna öðrum og fjölþættum læknisfræðilegum vandamálum. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera efling á þverfaglegu starfi innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun