Spáði rétt fyrir um sigurlagið Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 21. febrúar 2015 12:00 Sigga Beinteins ætlar að verja tíma með fjölskyldunni um helgina auk þess að syngja með Stjórninni í kvöld. vísir/GVA Sigríður Beinteinsdóttir hefur lengi verið ein af uppáhaldssöngkonum þjóðarinnar. Hún er reyndur Eurovisionfari og kom fram á dögunum í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins með öðrum dívum sem hafa farið í lokakeppnina. Þar sungu þær lagið Non ho l‘età sem vann keppnina árið 1964 en Ellý Vilhjálms söng lagið á íslensku undir heitinu Heyr mína bæn. „Þetta var æðislega skemmtilegt, þær eru allar svo yndislegar þessar söngkonur og ég held að það hafi skinið í gegn hjá okkur hvað okkur fannst þetta frábært,“ segir Sigga. Aðspurð segir hún þær hafa fengið fyrirspurnir um að koma aftur fram saman og hún segir það vel geta verið, það komi bara í ljós.María nær langt í eurovisionSigga var búin að segja að lögin Once Again og Unbroken með þeim Friðriki Dór og Maríu Ólafsdóttur yrðu efst í keppninni áður en úrslitakeppnin í Söngvakeppninni fór fram um síðustu helgi. „Ég setti þessi lög á toppinn og var viss um að Unbroken myndi vinna. Hún María sem syngur Unbroken er alveg frábær, hún hefur svo mikla útgeislun og fallega nærveru og ég veit að hún á eftir að standa sig vel. Ég held að þetta lag geti gert mikið fyir okkur úti, það hefur einhvern erlendan blæ yfir sér sem ég held að eigi eftir að virka vel. Það lag er aðeins hraðara en Once Again og ég held að það gefi okkur meira en ballaða, annars var Friðrik Dór alveg frábær líka. Það var gaman að sjá svona mikið af ungu fólki í keppninni en það var komin þörf á að fá meira af nýju fólki inn í tónlistarlífið hér á Íslandi. Mér fannst lögin í ár mikið betri en oft áður, það voru mun fleiri lög góð núna.“Pabbi kemur á alla tónleikaÞað eru mörg járn í eldinum hjá Siggu þessa dagana en meðal verkefna eru tónleikar á Akureyri þann sjöunda mars næstkomandi. „Við Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen höfum verið með tónleikana Við eigum samleið – lögin sem allir elska í einhvern tíma í Salnum. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni þar sem við syngjum gömlu, góðu íslensku lögin sem við Guðrún dáðum og dýrkuðum þegar við vorum litlar. Svo kemur Jógvan ferskur inn því hann er bara ellefu ára gamall Íslendingur eins og hann segir sjálfur þannig að þessi skemmtilegu gömlu lög eru ný fyrir honum. Á milli laga segjum við sögur og gerum grín hvert að öðru og lögunum, þetta er mjög létt og skemmtilegt og fólki hefur líkað þetta vel. Nú ætlum við að bjóða Norðlendingum upp á þetta og ferðast eitthvað um landið með tónleikana en svo verðum við í Salnum síðasta vetrardag,“ segir Sigga. Hún segir fólk á mjög breiðu aldursbili hafa gaman að tónleikunum. „Pabbi minn kemur til dæmis á alla tónleika hjá okkur. Hann verður 83 ára á árinu og hann elskar þetta. Svo erum við að sjá fólk alveg frá þrítugu, þetta eru lög sem svo margir þekkja og kunna.“Söngvaborg fimmtán áraSigga hefur í gegnum árin átt sér marga unga aðdáendur en hún og María Björk gáfu saman út mynddiskana um Söngvaborg. „Nú er Söngvaborg orðin fimmtán ára og við erum að hugsa um að hafa stóra afmælisveislu í sumar fyrir alla litlu stubbana og erum auk þess að undirbúa nýja Söngvaborg 7. Við höfum lengi fengið fyrirspurnir um hvort við ætlum ekki að gefa út nýja Söngvaborg og ætlum nú að verða við þeim óskum en okkur finnst þetta alltaf ofsalega skemmtileg verkefni.“Ekki mjög rómantískÍ kvöld verður Sigga að spila með Stjórninni á árshátíð en bandið hittist annað slagið og setur saman dagskrá þegar óskað er eftir því. „Stjórnin hefur alltaf verið stemningsband og við leggjum mikið upp úr því að ná upp stuði og spila það sem fólk vill heyra. Þetta er annasöm helgi hjá mér og ég verð að spila lengi fram eftir í kvöld og fæ því að sofa út á konudaginn á morgun.“ Hún svarar því hlæjandi að það sé aldrei að vita hvort hún fái svo morgunmat í rúmið í tilefni dagsins. „Ég hef seint verið talin rómantísk sjálf en ég vona að ég skáni nú eitthvað með aldrinum. Það er mikið að gera hjá okkur báðum í vinnu og að hugsa um börnin þannig að lítill tími gefst fyrir rómantík en maður verður að reyna,“ segir hún og brosir.Tvíburarnir ólíkir karakterarSigga og kona hennar, Birna María Björnsdóttir, eiga saman tvíburana Viktor Beintein og Alexöndru Líf sem verða fjögurra ára í apríl. „Lífsstíllinn minn hefur breyst mjög mikið eftir að við eignuðumst þau. Núna nýti ég daginn í að vinna í því sem er á döfinni og að búa til verkefni. Þegar klukkan er orðin fjögur þá loka ég tölvunni og er með þeim, það er bara yndislegt. Þau eru mjög ólíkir karakterar, Viktor er rosalega ljúfur og blíður, hún er miklu ákveðnari og algjör töffari. Það kom mér á óvart hve snemma karakterinn kemur í ljós. Ég hélt að við fengjum einstaklinga í hendurnar sem hægt væri að móta nánast að eigin vild en þegar maður kynnist þessu sjálfur þá sér maður að börn fæðast með sterkan karakter. Tvíburarnir eru á svo skemmtilegum aldri núna að við erum hlæjandi út í eitt. Það er ofsalega gaman að heyra þau tala saman og ég segi stundum eina góða sögu af þeim. Þau voru að leika sér inni í herbergi og ég heyrði Alexöndru biðja Viktor um að koma í feluleik, þá svarar hann: „nei, ég er hræddur um að týnast.“ Hún svarar þá bara „ó“ eins og það gæti alveg gerst og þau hætta við leikinn,“ segir Sigga og hlær sínum smitandi hlátri. Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira
Sigríður Beinteinsdóttir hefur lengi verið ein af uppáhaldssöngkonum þjóðarinnar. Hún er reyndur Eurovisionfari og kom fram á dögunum í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins með öðrum dívum sem hafa farið í lokakeppnina. Þar sungu þær lagið Non ho l‘età sem vann keppnina árið 1964 en Ellý Vilhjálms söng lagið á íslensku undir heitinu Heyr mína bæn. „Þetta var æðislega skemmtilegt, þær eru allar svo yndislegar þessar söngkonur og ég held að það hafi skinið í gegn hjá okkur hvað okkur fannst þetta frábært,“ segir Sigga. Aðspurð segir hún þær hafa fengið fyrirspurnir um að koma aftur fram saman og hún segir það vel geta verið, það komi bara í ljós.María nær langt í eurovisionSigga var búin að segja að lögin Once Again og Unbroken með þeim Friðriki Dór og Maríu Ólafsdóttur yrðu efst í keppninni áður en úrslitakeppnin í Söngvakeppninni fór fram um síðustu helgi. „Ég setti þessi lög á toppinn og var viss um að Unbroken myndi vinna. Hún María sem syngur Unbroken er alveg frábær, hún hefur svo mikla útgeislun og fallega nærveru og ég veit að hún á eftir að standa sig vel. Ég held að þetta lag geti gert mikið fyir okkur úti, það hefur einhvern erlendan blæ yfir sér sem ég held að eigi eftir að virka vel. Það lag er aðeins hraðara en Once Again og ég held að það gefi okkur meira en ballaða, annars var Friðrik Dór alveg frábær líka. Það var gaman að sjá svona mikið af ungu fólki í keppninni en það var komin þörf á að fá meira af nýju fólki inn í tónlistarlífið hér á Íslandi. Mér fannst lögin í ár mikið betri en oft áður, það voru mun fleiri lög góð núna.“Pabbi kemur á alla tónleikaÞað eru mörg járn í eldinum hjá Siggu þessa dagana en meðal verkefna eru tónleikar á Akureyri þann sjöunda mars næstkomandi. „Við Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen höfum verið með tónleikana Við eigum samleið – lögin sem allir elska í einhvern tíma í Salnum. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni þar sem við syngjum gömlu, góðu íslensku lögin sem við Guðrún dáðum og dýrkuðum þegar við vorum litlar. Svo kemur Jógvan ferskur inn því hann er bara ellefu ára gamall Íslendingur eins og hann segir sjálfur þannig að þessi skemmtilegu gömlu lög eru ný fyrir honum. Á milli laga segjum við sögur og gerum grín hvert að öðru og lögunum, þetta er mjög létt og skemmtilegt og fólki hefur líkað þetta vel. Nú ætlum við að bjóða Norðlendingum upp á þetta og ferðast eitthvað um landið með tónleikana en svo verðum við í Salnum síðasta vetrardag,“ segir Sigga. Hún segir fólk á mjög breiðu aldursbili hafa gaman að tónleikunum. „Pabbi minn kemur til dæmis á alla tónleika hjá okkur. Hann verður 83 ára á árinu og hann elskar þetta. Svo erum við að sjá fólk alveg frá þrítugu, þetta eru lög sem svo margir þekkja og kunna.“Söngvaborg fimmtán áraSigga hefur í gegnum árin átt sér marga unga aðdáendur en hún og María Björk gáfu saman út mynddiskana um Söngvaborg. „Nú er Söngvaborg orðin fimmtán ára og við erum að hugsa um að hafa stóra afmælisveislu í sumar fyrir alla litlu stubbana og erum auk þess að undirbúa nýja Söngvaborg 7. Við höfum lengi fengið fyrirspurnir um hvort við ætlum ekki að gefa út nýja Söngvaborg og ætlum nú að verða við þeim óskum en okkur finnst þetta alltaf ofsalega skemmtileg verkefni.“Ekki mjög rómantískÍ kvöld verður Sigga að spila með Stjórninni á árshátíð en bandið hittist annað slagið og setur saman dagskrá þegar óskað er eftir því. „Stjórnin hefur alltaf verið stemningsband og við leggjum mikið upp úr því að ná upp stuði og spila það sem fólk vill heyra. Þetta er annasöm helgi hjá mér og ég verð að spila lengi fram eftir í kvöld og fæ því að sofa út á konudaginn á morgun.“ Hún svarar því hlæjandi að það sé aldrei að vita hvort hún fái svo morgunmat í rúmið í tilefni dagsins. „Ég hef seint verið talin rómantísk sjálf en ég vona að ég skáni nú eitthvað með aldrinum. Það er mikið að gera hjá okkur báðum í vinnu og að hugsa um börnin þannig að lítill tími gefst fyrir rómantík en maður verður að reyna,“ segir hún og brosir.Tvíburarnir ólíkir karakterarSigga og kona hennar, Birna María Björnsdóttir, eiga saman tvíburana Viktor Beintein og Alexöndru Líf sem verða fjögurra ára í apríl. „Lífsstíllinn minn hefur breyst mjög mikið eftir að við eignuðumst þau. Núna nýti ég daginn í að vinna í því sem er á döfinni og að búa til verkefni. Þegar klukkan er orðin fjögur þá loka ég tölvunni og er með þeim, það er bara yndislegt. Þau eru mjög ólíkir karakterar, Viktor er rosalega ljúfur og blíður, hún er miklu ákveðnari og algjör töffari. Það kom mér á óvart hve snemma karakterinn kemur í ljós. Ég hélt að við fengjum einstaklinga í hendurnar sem hægt væri að móta nánast að eigin vild en þegar maður kynnist þessu sjálfur þá sér maður að börn fæðast með sterkan karakter. Tvíburarnir eru á svo skemmtilegum aldri núna að við erum hlæjandi út í eitt. Það er ofsalega gaman að heyra þau tala saman og ég segi stundum eina góða sögu af þeim. Þau voru að leika sér inni í herbergi og ég heyrði Alexöndru biðja Viktor um að koma í feluleik, þá svarar hann: „nei, ég er hræddur um að týnast.“ Hún svarar þá bara „ó“ eins og það gæti alveg gerst og þau hætta við leikinn,“ segir Sigga og hlær sínum smitandi hlátri.
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira