Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2015 09:30 Hrafnkell og Guðlaugur hafa starfað saman í tæp sjö ár. Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“ Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“
Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00
Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30