Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn guðsteinn bjarnason skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Í gærmorgun skrapp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í heimsókn til tónskáldsins þekkta, Mikis Theodorakis. fréttablaðið/EPA Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent. Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent.
Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira